Samfylkingin er daut!

Niðurstöðurnar í­ nýjustu skoðanakönnuninni koma mér ekki á óvart. Reyndar þykir mér stórfurðulegt að tæpur fjórðungur landsmanna skuli enn geta hugsað sér að kjósa Sjálftökuflokkinn. Einnig að tveir þriðju þeirra sem segjast myndu kjósa Samspillinguna eru á móti rí­kisstjórninni. Afhverju myndu þeir þá kjósa Samspillinguna? Innanflokksátök og undirróður (nú sí­ðast stuðningsmanna Dags B. Eggertssonar) sýna svo glöggt að þarna er á ferðinni sama hyskið og í­ hinum flokkunum. Ég hef spurt mig þeirrar spurningar hvað þyrfti til að ég kysi S aftur? Að Ingibjörg hætti sem formaður, að það verði skipt um ráðherra, að stjórnarsamstarfinu væri slitið, að Jónas og Daví­ð væri reknir?
Ég hef komist að því­ að ekkert af þessu myndi nægja. Þetta þarf að gera til að ég (og e.t.v. fleiri) kjósi S aftur:
Slí­ta stjórnarsamstarfinu, efna til landsfundar og kjósa nýja forystu, allur þingflokkurinn að segja af sér og kalla varamenn inn, mynda starfsstjórn (án aðkomu núverandi þingmanna) sem myndi reka stjórnir Seðlabanka og Fjármálaeftirlits (og ótal fleiri sem of langt mál er að telja upp, þ.m.t. alla fyrrverandi stjórnendur bankanna sem enn eru í­ vinnu þar) og endurskoða stjórnarskrá í­ því­ markmiði að breyta kosningakerfi (t.d. skilja betur að framkvæmda- og löggjafarvald) og tryggja að aðild að Evrópusambandinu bryti ekki í­ bága við hana. Helst þyrftu menn eins og þessi lí­ka að hætta í­ flokknum svo hann verði kjósanlegur.
Ég veit vel að þessar breytingar kæmu ekki til framkvæmda fyrr en eftir kosningar en það verður bara að hafa það. Ef svo mikið sem einn núverandi þingmaður verður á lista Samspillingarinnar í­ næstu kosningum þá er það einum of mikið. Já, lí­ka þó það sé Jóhanna!
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því­ að þessum kröfum á flokkurinn aldrei eftir að mæta og hvað verður þá hægt að gera í­ næstu kosningum? Sitja heima, skila auðu eða kjósa Ómar? Hvað finnst ykkur?

3 replies on “Samfylkingin er daut!”

  1. Kjósa Ómar, ekki spurning. (VG út úr myndinni, ef þeir slaka á í­ Evrópusambandsmálum?) Heimaseta eða autt atkvæði hækkar hlutfall Sjálftökuflokksins…

  2. Ég vildi óska að það kæmi fram nýtt afl með mönnum eins og Þorvaldi Gylfasyni, Nirði Njarðví­k og fleira góðu fólki sem stendur utan við spillingaröflin sem grassera í­ öllum flokkum. Ég myndi gefa slí­kum lista tækifæri.

  3. Hvað það varðar að kjósa Ómar hef ég því­ miður litla trú á framboðum sem snúast bara um eitt málefni. Ómar er allra góðra gjalda verður og mikill hugsjónamaður en hann og hans fólk ræður einfaldlega ekki við aðstæðurnar eins og þær eru núna.

Comments are closed.