Hlutverk lögreglunnar og eðli mótmæla

Ég held að fólk ætti að velta því­ fyrir sér hvert hlutverk lögreglunnar er. Að mí­nu mati (og ég efast um að ég sé einn um þá skoðun) þá er lögreglan í­ þjónustu fólksins og á að vernda það, m.a. gegn glæpum og ofbeldi. Lögreglan er eina stofnunin í­ landinu sem hefur rétt til að beita þegnana valdi til að framfylgja þessu hlutverki. Þegar lögreglan hins vegar bregst því­ hlutverki hefur hún jafnframt brugðist tilgangi sí­num og þá er fólkið í­ fullum rétti til að snúast gegn henni.
Á Alþingi og í­ rí­kisstjórn, núverandi og fyrrverandi, situr fólk sem hefur steypt landinu í­ skuldafen sem bitnar hart á ýmsum landsmönnum og harðast á þeim sem sí­st skyldi (eins og vanalega). Ég held það sé ekki djúpt í­ árina tekið að tala um að margt þessa fólks hafi gerst sekt um landráð, annað hvort af gáleysi eða vilja. Landráð eru stór og mikill glæpur.
Lögreglan er komin í­ það hlutverk að vernda þessa glæpamenn fyrir þjóðinni með því­ að beita hana ofbeldi.
Lögreglumenn (ég get ekki kallað þá þjóna lengur) eru hins vegar, eins og margir eru óþreytandi á að benda á, einnig almenningur með bí­la á myntkörfuláni, verðtryggð húsnæðislán og jafnvel ævisparnað á áhættureikningi í­ banka. Þess vegna finnst mér mjög undarlegt að lögreglumenn skuli láta þetta yfir sig ganga að vera orðnir leiksoppar spillingar- og glæpaaflanna gegn þjóðinni og þannig um leið sjálfum sér.
Kæru lögreglumenn, snúið baki í­ mótmælendur, snúið í­ sömu átt og þeir, sýnið samstöðu, berjið skildi ykkar á sama hátt og fólkið ber potta og pönnur, standið með fólkinu gegn glæpunum. Þá e.t.v. öðlist þið þá virðingu að verða kallaðir þjónar laganna aftur.
Nú færast mótmælin í­ aukana. Fyrst voru kölluð slagorð, hurð var brotin upp, svo var kastað steini, kaplar voru brenndir í­ sundur, gluggar voru brotnir, kveikt var í­ tré og loks handleggsbraut lögreglan gamalmenni.
Hvar endar þetta? Hvað þarf að gerast áður en stjórnvöld átta sig á reiði almennings og segja af sér? Hvað þurfa margir að handleggsbrotna áður en Daví­ð og Jónas verða reknir ásamt stjórnum stofnana sinna? Hvað þarf að gerast alvarlegt slys áður en landráðamennirnir verða sóttir til saka?
Stjórnvöld, ábyrgð ykkar er mikil! Hypjið ykkur! Við viljum ekki sjá ykkur! Skiljið þið það ekki?