Tí­mamót

Þegar rí­kisstjórn Sjálftökuflokks og Samspillingar fór frá gladdist ég yfir því­ að vera loks laus undan 18 ára valdatí­ma Flokksins. Ekki það að ég hafi miklar væntingar til núverandi stjórnar og óttast raunar að Flokkurinn komist aftur til valda eftir næstu kosningar, en ég gladdist yfir því­ að vera laus við þá þó ekki væri nema um stundar sakir. Nú er Daví­ð horfinn af svörtuloftum og í­ fyrsta sinn frá því­ að hann tók við sem borgarstjóri í­ Reykjaví­k gegnir hann ekki áhrifastöðu í­ samfélaginu, a.m.k. þangað til hann verður ráðinn ritstjóri Moggans.
Mig minnir að hann hafi orðið borgarstjóri 1979. Þá var ég átta ára, þannig að alla mí­na meðvituðu ævi hefur Daví­ð Oddsson verið meðal valdamanna á Íslandi. Það er bæði undarleg og góð tilfinning að vera laus undan því­. Þó segja megi að ritstjórastaða Moggans sé að einhverju marki valdastaða þá hefur vægi hennar minnkað töluvert sí­ðustu ár og hverfur væntanlega alveg í­ framtí­ðinni, sérstaklega ef Daví­ð tekur við.
Ég vil lí­ka taka það fram að mér finnst kerskni Kolbrúnar Halldórsdóttur á Facebook fyndin og þætti undarlegt annað en að Höskuldi finnist það lí­ka. Hann getur lí­ka svarað fyrir sig og sagt að hún hafi kolbrúnan húmor.