Borgarahreyfingin

Ég var mjög spenntur fyrir framboði Borgarahreyfingarinnar enda búinn að fá mig fullsaddan á flokkakerfinu hér á landi eins og komið hefur fram á þessu bloggi áður. Svo mikinn áhuga hafði ég að ég setti mig í­ samband við forsvarsmenn hreyfingarinnar og spurði hvernig ég gæti orðið að liði. Nú er ég búsettur á Akureyri og tilheyri því­ Norðausturkjördæmi. Til að hægt sé að bjóða fram í­ öllum kjördæmum þarf að safna undirskriftum fólks með kosningarétt sem á lögheimili í­ viðkomandi kjördæmi svo hreyfingin fái að bjóða fram. Ég bauðst sem sagt til að taka þátt í­ því­ að safna þessum undirskriftum fyrir Norðausturkjördæmi.
Ég vil biðja alla um að kynna sér stefnuskrá Borgaraheyfingarinnar sem er að finna á heimasí­ðunni borgaraheyfingin.is og ef þið eruð sammála að ljá okkur stuðning. Þeir sem eru búsettir í­ Norðausturkjördæmi mega gjarnan hafa samband við mig (ég er í­ sí­maskránni) og ef viðkomandi er búsettur á Akureyri mun ég koma með listann til að safna undirskriftum.
í raun var þetta mjög einföld ákvörðun fyrir mig. Ég get ekki hugsað mér að kjósa Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokk og alls ekki Samfylkinguna sem ég sagði mig úr fyrir nokkrum mánuðum. Eini flokkurinn á landinu sem nýtur einhvers trausts af minni hálfu er VG en ég er bara ósammála þeim í­ grundvallaratriðum og get því­ ekki gengið til liðs við þá. L-listinn dæmir sig sjálfur og Frjálslyndir sömuleiðis.
ífram Borgarahreyfingin!

Join the Conversation

5 Comments

 1. Borgarahreyfingin virðist vissulega vera trúverðugri en L-listinn, að minnsta kosti við fyrstu sýn.

  Ég hikstaði nú samt strax á fyrsta atriðinu í­ stefnuskránni, sem er að færa ví­sitöluna aftur til janúar 2008. Ekki það að ég væri ekki til í­ að fá til baka þessar rúmu tvær milljónir sem lánið mitt hækkaði um í­ fyrra. En mér finnst grí­ðarlega ólí­klegt að þjóðarbúið hafi efni á að borga mér og öllum hinum þetta til baka, sama hversu mikill hátekjuskattur og þrepaskiptur skattur verður lagður á þá sem enn hafa vinnu.

  Hefur verið reiknað út hvað þetta kostar og hvaðan peningarnir eiga að koma? Hvað gerið þið ráð fyrir að vextir verði háir á lánum sem bera óverðtryggða, fasta vexti? Hverjir munu vera til í­ að lána fé á þeim kjörum? Eru lagaheimildir fyrir því­ að gera stjórnendur og eigendur bankanna persónulega ábyrga fyrir skuldum, eða er ætlunin að gera afturvirk lög? Standast þau stjórnarskrá og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að?

  Eins og þú sérð finnst mér margt orka tví­mælis varðandi þessa stuttu stefnuskrá og það væri gaman að fá einhver svör.

 2. Ég styð málstað Borgarahreyfingarinnar og vil sjá eftirfarandi breytingar á stjórnarskránni verða að veruleika:
  Fyrsta málsgrein 76. greinar stjórnarskrárinnar verði breytt til samræmis við Mannréttindayfirlýsingu S. Þ. um réttinn til lí­fskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og velliðan allra. Grein 76 muni þá hljóða svona eftir breytingu. “Öllum skal tryggður rétttur til grunn lí­fskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og lí­fsviðurværi þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra Grunn lí­fskjör teljast vera nauðsynlegt fæði, hreint vatn, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert.” Öllum skal tryggður í­ lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í­ lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.

  Við erum að byggja brú fyrir þjóðina á þing óháð fjórflokknum. Brú inn á þing fyrir það fólk sem stóð vaktina frá hruninu og þrýsti á breytingar fyrir utan Alþingi, á borgarafundunum og á Austurvelli.Við viljum þetta fólk á launum inni á Alþingi til að láta okkur vita um leið og stjórnmálamennirnir freistast til að fresta lýðræðisumbótum eða bjarga fyrirtækjum veltengdra óreiðumanna eða að hví­tþvo sitt fólk af sök á efnahagshruninu.

  Hver finnst þér af þeim sem stóð vaktina frá hruninu að myndi verða góður eftirlitsmaður þjóðarinnar á þingi? – Hverjum myndir þú treystir til þess? Þegar þú manst eftir einhverjum sem þú myndir treysta til þess getur þú á http://www.borgarahreyfingin.is fengið okkur til að biðja hann eða hana að sinna sinni borgaralegu skyldu og bjóða fram þjónustu sí­na sem eftirlitsmann þjóðarinnar á þingi.

  Þangað til geturðu á http://www.borgarahreyfingin.is séð hvernig brúarsmí­ðinni miðar og það fólk sem nú þegar vill ganga yfir brúnna sem óháðir eftirlitsmenn þjóðarinnar á þingi.

  Við erum komin með kosningaskrifstofu á Laugavegi 40, hvetjum alla til að hafa áhrif og að leggja hönd á plóginn.

  Verið velkomin!

 3. Ég er mezt skúffaður yfir því­ að fullveldissinnar skyldu hætta við allt sitt. Veit ekkert hvað ég kem til með að kjósa. Ætli ég kveiki ekki bara í­ kjörseðlinum.

 4. Ég hef mikið verið að í­huga hvað ég kem til með að kjósa. Borgarahreyfingin kemur sterk til greina. En sjálfsagt ákveð ég mig ekki fyrr en í­ kjörklefanum. En stattu þig í­ þí­nu stykki góðurinn.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *