Borgarahreyfingin

Ég var mjög spenntur fyrir framboði Borgarahreyfingarinnar enda búinn að fá mig fullsaddan á flokkakerfinu hér á landi eins og komið hefur fram á þessu bloggi áður. Svo mikinn áhuga hafði ég að ég setti mig í­ samband við forsvarsmenn hreyfingarinnar og spurði hvernig ég gæti orðið að liði. Nú er ég búsettur á Akureyri og tilheyri því­ Norðausturkjördæmi. Til að hægt sé að bjóða fram í­ öllum kjördæmum þarf að safna undirskriftum fólks með kosningarétt sem á lögheimili í­ viðkomandi kjördæmi svo hreyfingin fái að bjóða fram. Ég bauðst sem sagt til að taka þátt í­ því­ að safna þessum undirskriftum fyrir Norðausturkjördæmi.
Ég vil biðja alla um að kynna sér stefnuskrá Borgaraheyfingarinnar sem er að finna á heimasí­ðunni borgaraheyfingin.is og ef þið eruð sammála að ljá okkur stuðning. Þeir sem eru búsettir í­ Norðausturkjördæmi mega gjarnan hafa samband við mig (ég er í­ sí­maskránni) og ef viðkomandi er búsettur á Akureyri mun ég koma með listann til að safna undirskriftum.
í raun var þetta mjög einföld ákvörðun fyrir mig. Ég get ekki hugsað mér að kjósa Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokk og alls ekki Samfylkinguna sem ég sagði mig úr fyrir nokkrum mánuðum. Eini flokkurinn á landinu sem nýtur einhvers trausts af minni hálfu er VG en ég er bara ósammála þeim í­ grundvallaratriðum og get því­ ekki gengið til liðs við þá. L-listinn dæmir sig sjálfur og Frjálslyndir sömuleiðis.
ífram Borgarahreyfingin!