Pollagallinn

ímyndið ykkur poll sem vaknar einn morgun (ég veit að þeir eru ekki vanir því­ en gefið mér smá svigrúm, ég skrifa ví­sindaskáldsögur) og hugsar með sér: þetta er áhugaverður heimur sem ég er hluti af. íhugaverð hola sem ég er í­. Hún passar mér alveg fullkomlega, ekki satt? Passar mér reyndar svo vel að hún hlýtur að hafa verið sköpuð til að hafa mig í­ sér! Þetta er svo mögnuð hugmynd að á meðan sólin rí­s á himninum, dagurinn verður hlýrri og pollurinn minnkar smám saman, heldur hann enn örvæntingarfullt í­ þá von að allt verði í­ lagi. Því­ honum er ætlað að vera hluti af heiminum. Heimurinn var búinn til fyrir hann. Svo það kemur pollinum algerlega á óvart þegar hann gufar að lokum upp. Ég held að við þurfum að hafa varann á okkur varðandi þetta. – Douglas Adams

Fyrir þá sem ekki skildu lí­kinguna þá er þessi pollur myndhverfing fyrir mannkynið. Okkur hættir nefnilega til að halda að heimurinn hafi verið skapaður fyrir okkur. Hann hentar okkur jú svo ótrúlega vel…

Hér er andrúmsloft sem við getum andað að okkur, dýr og jurtir sem við getum nærst á, byggingarefni í­ hús, vatn að drekka og fuglasöngur og lækjarniður til að hlusta á. Já, þessi heimur passar mannskepnunni ví­st ótrúlega vel. Svo vel að hann hlýtur að hafa verið skapaður handa henni. Og hver myndi skapa svona fullkominn heim fyrir menn nema skapari sem væri mannlegur sjálfur. Og þannig skapaði maðurinn Guð/i í­ sinni eigin mynd. Hér er með öðrum orðum verið að rugla saman orsök og afleiðingu. Heimurinn passar manninum vegna þess að maðurinn ef afurð hans, rétt eins og holan passaði fyrir pollinn og bolir eru með ermar á réttum stöðum (Vá! Það mætti halda að ég hafi verið skapaður fyrir þennan bol. Hann er með tvær ermar og ég er með tvær hendur! Hálsmál þar sem ég er með háls og XXL alveg eins og ég!).

Að sama skapi skóp maðurinn Guð í­ sinni eigin mynd og gaf honum alla okkar kosti og galla. Við getum séð ákveðna þróun á siðgæðisvitund mannkyns og hugmyndum um rétt og rangt á muninum á Guði gamla- og nýja testamentisins. Það er þess vegna ekkert skrýtið að þessi Guð sé enn að breytast og hugmyndir nútí­ma trúmanna um hann eigi lí­tið skylt við guðshugmyndir manna árið tólf eða tólfhundruð. Maðurinn hefur breyst á þeim tí­ma og þar með í­mynd hans af Guði.

Það er ákaflega erfitt að sjá fyrir sér að ef einhver trúarbrögð yrðu til í­ hinum vestræna heimi í­ dag og næðu sí­ðar mikilli útbreiðslu að guðshugmynd þeirra fæli í­ sér þrælahald, kvennakúgun, fórnir, hernaðardýrkun og margt fleira sem finna má í­ eldri trúarbrögðum. Trúarbrögðin endurspegla nefnilega fyrst og fremst þá menningu sem þau eru sprottin úr, frekar en einhvern Guð (sem við vitum hvort sem er öll að er ekki til (a.m.k. svona innst inni þó við viljum ekki öll viðurkenna það)) sem er bara hugmynd og álí­ka raunverulegur og Piltdown maðurinn. Til að skilja samfélög er einmitt ákaflega gagnlegt að skoða trúarhugmyndir þeirra. Þá öðlast maður smá innsýn í­ hvað telst rétt og rangt í­ viðkomandi menningarheimi, hver eru normin og tabúin og á hvaða stigi þekkingin er.

Já þekkingin, því­ rétt eins og trúarhugmyndirnar endurspegla siðferðisstig manna þá koma þær upp um þekkingarleysi þeirra. Um leið og við finnum trúarlega skýringu á einhverju áttum við okkur á því­ að við erum komin út á svið sem þekkingin nær ekki yfir; Stjörnurnar eru göt á himnafestingunni, Atlas ber himininn á herðum sér, Guð skapaði manninn í­ sinni eigin mynd, heimurinn var búinn til úr risa.

Allt trúarlegar skýringar sem við vitum í­ dag að eru ekki réttar, en samt er enn til fólk sem ber höfðinu við steininn og stendur fastar á því­ en fótunum að trúarbrögð séu nauðsynleg einmitt til að útskýra það sem þekking okkar nær ekki yfir. Þar sem ví­sindin enda taka trúarbrögðin við og útskýra dauðann, sálina, draugagang, chi, prana, nirvana o.s.frv. Það virðist vera mjög erfitt að viðurkenna að sumt einfaldlega vitum við ekki og munum e.t.v. aldrei vita.

Það er nefnilega eitt með trúarlegu útskýringarnar sem vert er að hafa í­ huga, fyrir utan að vera oft á tí­ðum skáldlegar og fallegar eiga þær það nefnilega sameiginlegt að vera rangar. Það er ekki ólí­klegt að það eigi lí­ka við um þær skýringar sem eru í­ gangi í­ dag rétt eins og hugmyndir manna fyrri alda um þrumuguði, meyfæðingar og talandi snáka og runna.

Hvað er svona hræðilegt við það að standa frammi fyrir heiminum og viðurkenna að við vitum ekki allt um hann? Að það sé enn svo margt að uppgötva og kanna? Að e.t.v. sé ýmislegt sem við eigum aldrei eftir að skilja?

Hvers vegna þarf að styðjast við hækju trúarinnar í­ staðinn fyrir að feisa heiminn eins og hann er? Hvers vegna finnst sumum betra að trúa því­ að holan hafi verið sköpuð fyrir þá og neita sjálfum sér um að uppgötva hringrás vatnsins?

Sem betur fer hefur alltaf verið til fólk sem hefur neitað að kokgleypa trúarlegu útskýringarnar og haldið yfir fjallið til að athuga hvað væri í­ næsta dal, haldið út á hafið til að komast að því­ hvað væri handan þess, frekar en að trúa því­ að þar væru drekar eða endimörk heimsins. Fljótlega kemur lí­klega (vonandi) sá tí­mi að við áttum okkur á því­ að trúarbrögðin sem við styðjumst við núna passa ekki lengur við menningu okkar, siðferðis- og þekkingarstig, hugmyndir okkar um rétt og rangt, eins og táningsstúlka sem áttar sig á því­ að Hannah Montana plakötin og leikfangabangsarnir eru ekki alveg að gera sig.

Þá vaknar spurningin um hvað muni taka við. Ný trúarbrögð með nýja guðshugmynd sem endurspeglar nútí­mamanninn betur en þau gömlu og nýjar útskýringar á undrum alheimsins, undir sömu sökina seldar og þær gömlu (þ.e. að vera rangar) eða jafnvel (á maður að þora að vona?) átta menn sig á að trúarbrögðin eru ónauðsynleg, eins og hjálpardekk í­ Tour de France og í­ stað gömlu trúarbragðanna taka menn upp … EKKERT!