það er svona sem þarf að taka á útrásarvíkingunum. Reyndar má deila um lengd fangelsisdómanna. Ef við hugsum okkur að mánuður sé hæfilegt fangelsi fyrir hverjar 10 milljónir sem þeir geta ekki greitt upp í skuldina, þá gerir einn milljarður 100 mánaða fangelsi. Það þýðir að ef ICESAVE skuldin er 700 milljarðar og það nást 75% upp í það með eignum Landsbankans, þá standa 175 milljarðar eftir. Ég veit ekki hvað ALLAR eigur eigenda og stjórnenda Landsbankans eru mikils virði, en segjum að það sé 75% af því. Þá standa tæpir 44 milljarðar út af. Sem sagt 4400 mánuðir eða rétt tæp 367 ár. Þeir mega skipta þeim á milli sín eins og þeir vilja.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júní 2009
Grillveisla í rigningunni
Það hafa svo margir skrifað um ICESAVE-samninginn, dómstólaleiðina og afleiðingarnar af þessu, sem þekkja mun betur til mála en ég. Mín afstaða er sú að samningurinn sem nú liggur fyrir er líklega illskáskti kosturinn í stöðunni. Það sem ég skil ekki er hversvegna ekki er hægt að ganga að eignum þeirra sem bera ábyrgð á þessu klúðri og gera þær upptækar. Þá á ég við allar persónulegar eigur, hlutabréf, verðbréf, fasteignir o.s.frv. Ég er nokkuð viss um að með því mætti fá nokkra milljarða upp í skuldina. Svo er það sakamál til framtíðar að dæma viðkomandi í skuldafangelsi fyrir afgangnum. Mér sýnist að jafnvel þó þeir fengju bara mánuð í fangelsi fyrir hverjar 100 milljónir sem vantar upp á þá gætu þeir endað í fangelsi í nokkrar aldir.
Hins vegar fór ég í grillveislu á Végeirsstaði í gær. Var reyndar að hugsa um að sleppa því í ljósi þess að það var mígandi rigning. Sé samt ekki eftir því að hafa drifið mig, því maturinn var frábær og félagsskapurinn yndislegur. Það er mjög fallegt á Vékeirsstöðum.
Eftir grillveisluna litum við svo ásamt tengdaforeldrunum í heimsókn í sumarbústaðinn til Gunnu, föðursystur Gullu, og fengum þar kaffi, æðibita og eplaköku í desert. Alveg frábært kvöld bara. Notalegt og huggulegt.
Að missa trúverðugleika
Ég er ekki viss um að útrásarvíkingar, ákveðnir stjórnmálamenn, fyrrverandi stjórnendur banka, talsmenn skilanefnda, ákveðnir flokksdindlar o.s.frv. hafi áttað sig á því að þeir hafa misst þann trúverðugleika sem þeir þó höfðu.
Að öðlast aftur trúverðugleika sem þú hefur misst er mjög erfitt. Það hjálpar ekki til að halda áfram að draga í og úr, segja hálfsannleika og senda út tilkynningar sem augljóslega eru skrifaðar af almannatenglum. Raunar ættu allir almannatenglar að vita að til að öðlast trúverðugleikann aftur þarf að viðurkenna allt sem úrskeiðis fór og rangt var gert og svara svo sannleikanum samkvæmt, sýna raunverulega iðrun og jafnvel leggja eitthvað af mörkum umfram lágmarks lagalega skyldu til að draga úr alvarlegum afleiðingum gjörða þinna.
Þangað til það er gert mun enginn trúa þér eða taka mark á þér, hvort sem þú ert pólitískur álitsgjafi bundinn á þröngan bás einkahagsmuna ákveðinnar flokksklíku, spilltur embættismaður í vina- og fjölskylduklíku eða bara gráðugt og siðlaust sérhagsmunaflón sem kallar sig óbreyttan hluthafa.
Prófaflokkun
Það eina sem ég á eftir að gera í vinnunni áður en ég fer í sumarfrí er að taka aðeins til í prófageymslunni. Ég áttaði mig ekki á því þegar ég byrjaði hvernig væri best að flokka þetta í kassa og þ.a.l. er síðasta ár allt í belg og biðu þarna inni. Tek mér nokkra daga í að flokka þetta og raða í kassa ef ske kynni að einhver færi fram á það að fá að sjá gamalt próf. Það hefur reyndar gerst tvisvar frá því ég byrjaði og í bæði skipti tókst mér að finna viðkomandi próf en fylltist ákveðnum kvíða yfir að þurfa að fara þarna inn og leita í bunkunum.
Nýtt útlit – sama röflið
Þá er komið nýtt útlit á Hugstraumana, en innihaldið á líklega ekki eftir að breytast mikið. Ég bjó til nýja undirsíðu sem heitir: Gjafahugmyndir (stal hugmyndinni frá Óla Gneista), en þangað geta þeir kíkt sem finnst þeim bera skylda til að gefa mér jóla- eða afmælisgjafir. Ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga í sumar en ég hef verið síðustu u.þ.b. tvö ár. Finnst það skylda mín að halda uppi heiðri bloggsins í nýrri Facebook, Myspace, Twitter veröld.
Afmæli
Ég á afmæli í dag.
Ég á afmæli í dag.
Ég á afmæli sjálfur.
Ég á afmæli í dag.
Topp tíu ótrúverðugustu stjórnmálamennirnir
Eftir að ég sagði skilið við Samfylkinguna hef ég smám saman fyllst meiri og meiri andúð á þeim flokki og þeim flokksdindlum sem hann skipa og fylgja. í raun er svo komið að hann fer að nálgast Sjálfstæðisflokkunn á andúðarkvarðanum hjá mér. Röð stjórnmálaflokkanna í mínum huga, frá hinum viðurstyggilegasta til þess illskásta er því í mínum huga núna svona:
-Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Framsóknarflokkur, Vinstri-grænir-
Allir eru þeir þó slæmir og aldrei held ég að ég eigi eftir að kjósa nokkurn þeirra. Þessi frelsun, að vera laus af klafa flokkapólitíkur hefur einnig opnað augu mín fyrir eðli ákveðinna stjórnmálamanna sem ég taldi vera bara nokkuð í lagi áður en sé nú að eru hinir verstu skúrkar. Því vil ég setja hér fram lista yfir topp tíu ótraustverðugustu stjórnmálamennina (Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir væru í sæti 1 og 2 ef þau væru enn að störfum og Geir Haarde í 3):
1. Ólafur Ragnar Grímsson
2. Gunnar Birgisson
3. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
4. Birgir írmannsson
5. írni Johnsen
6. Guðlaugur Þór Þórðarson
7. Illugi Gunnarsson
8. Kristján Möller
9. Jón Bjarnason
10. Siv Friðleifsdóttir