Að missa trúverðugleika

Ég er ekki viss um að útrásarví­kingar, ákveðnir stjórnmálamenn, fyrrverandi stjórnendur banka, talsmenn skilanefnda, ákveðnir flokksdindlar o.s.frv. hafi áttað sig á því­ að þeir hafa misst þann trúverðugleika sem þeir þó höfðu.
Að öðlast aftur trúverðugleika sem þú hefur misst er mjög erfitt. Það hjálpar ekki til að halda áfram að draga í­ og úr, segja hálfsannleika og senda út tilkynningar sem augljóslega eru skrifaðar af almannatenglum. Raunar ættu allir almannatenglar að vita að til að öðlast trúverðugleikann aftur þarf að viðurkenna allt sem úrskeiðis fór og rangt var gert og svara svo sannleikanum samkvæmt, sýna raunverulega iðrun og jafnvel leggja eitthvað af mörkum umfram lágmarks lagalega skyldu til að draga úr alvarlegum afleiðingum gjörða þinna.
Þangað til það er gert mun enginn trúa þér eða taka mark á þér, hvort sem þú ert pólití­skur álitsgjafi bundinn á þröngan bás einkahagsmuna ákveðinnar flokksklí­ku, spilltur embættismaður í­ vina- og fjölskylduklí­ku eða bara gráðugt og siðlaust sérhagsmunaflón sem kallar sig óbreyttan hluthafa.