Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júlí 2009

Lýðræði á Íslandi

Bókin sem um ræðir

Bókin sem um ræðir

í bókinni So Long, and Thanks for All the Fish eftir Douglas Adams má finna þennan kafla:

(Vélmenni utan úr geimnum hefur lent geimskipi sí­nu á Jörðinni. Vélmennið kemur út úr geimskipinu og …)

„I come in peace,“ it said, adding after a long moment of further grinding, „take me to your Lizard.“

Ford Prefect, of course, had an explanation for this, as he sat with Arthur and watched the nonstop frenetic news reports on television, none of which had anything to say other than to record that the thing had done this amount of damage which was valued at that amount of billions of pounds and had killed this totally other number of people, and then say it again, because the robot was doing nothing more than standing there, swaying very slightly, and emitting short incomprehensible error messages.

„It comes from a very ancient democracy, you see…“
„You mean, it comes from a world of lizards?“
„No,“ said Ford, who by this time was a little more rational and coherent than he had been, having finally had the coffee forced down him, „nothing so simple. Nothing anything like to straightforward. On its world, the people are people. The leaders are lizards. The people hate the lizards and the lizards rule the people.“
„Odd,“ said Arthur, „I thought you said it was a democracy.“
„I did,“ said ford. „It is.“
„So,“ said Arthur, hoping he wasn’t sounding ridiculously obtuse, „why don’t the people get rid of the lizards?“
„It honestly doesn’t occur to them,“ said Ford. „They’ve all got the vote, so they all pretty much assume that the government they’ve voted in more or less approximates to the government they want.“
„You mean they actually vote for the lizards?“
„Oh yes,“ said Ford with a shrug, „of course.“
„But,“ said Arthur, going for the big one again, „why?“
„Because if they didn’t vote for a lizard,“ said Ford, „the wrong lizard might get in. Got any gin?“
„What?“
„I said,“ said Ford, with an increasing air of urgency creeping into his voice, „have you got any gin?“
„I’ll look. Tell me about the lizards.“

Allt aðrar eðlur

Allt aðrar eðlur

Ford shrugged again.
„Some people say that the lizards are the best thing that ever happened to them,“ he said. „They’re completely wrong of course, completely and utterly wrong, but someone’s got to say it.“

Þetta lýsir ástandinu á Íslandi ákaflega vel. Ég hélt reyndar í­ sí­ðustu kosningum að ég hefði passað mig á því­ að kjósa ekki eðlur en það virðist hafa tekið rétt um þrjá mánuðu fyrir mí­na menn að umturnast. Eða voru þeir eðlur allann tí­mann? Ég vil helst ekki trúa því­. Ég vil lí­ka helst gefa fólki annað tækifæri og því­ ætla ég ekki að afneita þeim nema þeir fari að haga sér eins og eðlur aftur.

Karlar sem hata konur fara í­ taugarnar á mér

Mí¤n som hatar kvinnor

Mí¤n som hatar kvinnor

Fyrir utan að skilja ekki karlrembu þá fer bók og bí­ómynd með umræddum titli ákaflega í­ taugarnar á mér sem er í­ raun mjög skrýtið þar sem ég hef ekki lesið bókina og ætla ekki að fara á bí­ómyndina. Ég held að það sé aðallega umræðan sem pirrar mig, þ.e. hve mikið er gert úr því­ að Stieg Larson skyldi hafa dáið áður en bækurnar komu út. Nú getur vel verið að þessar bækur séu snilldarverk en það tengist áreiðanlega ekki ótí­mabæru andláti Larsons. Ég hef mikla samúð með fjölskyldu hans og vinum. Nei, það sem fer í­ taugarnar á mér er hvað það er búið að „hæpa“ þessar bækur upp (e. hype). Minnir mig á versta pólití­ska eða útrásar spuna. Er bókmenntalegur spuni skárri en þeir fyrrnefndu? Fyrir utan það hvað nafnið á bókinni er fráhrindandi, a.m.k fyrir karlmenn. Hljómar eins og últra-feminí­skt-sænskt-sósí­aldrama! En mér skilst að þetta séu spennubækur og ágætar sem slí­kar. Ein lí­na úr umsögn um myndina festist lí­ka í­ hausnum á mér: Mynd sem tekur á raunsæan og hreinskilinn hátt á kynbundnu ofbeldi! Raunsæan og hreinskilinn? Það var nú gott. Er ekki nóg að vera á móti kyndbundnu ofbeldi, þarf maður að horfa á bí­ómyndir um það lí­ka? Lí­klega fjallar bókin (og myndin) um annað og meira en vonda meðferð á konum og illsku feðraveldissamfélagsins, en að því­ á ég aldrei eftir að komast, því­ það er gjörsamlega búið að drepa í­ mér allan áhuga á þessu.

Hvað eru 620 milljarðar milli vina?

Það er upphæðin sem Geir og Daví­ð fleygðu á eldinn í­ hruninu til að tryggja innistæður innlendra áhættufjárfesta (get ekki séð að það sé annað en áhættufjárfesting að setja peninga í­ hlutabréfasjóði) og bjarga Seðlabankanum (eftir að Daví­ð hafði dælt milljörðum í­ banka sem hann vissi að voru gjaldþrota að eigin sögn). Á þessum gjörningi ber FLokkurinn auðvitað enga ábyrgð eða svo virðast a.m.k. 30% kjósenda telja.

YOU MAKE ME SICK!

írum saman fóru svokallaðir útrásarví­kingar sí­nu fram í­ fjármálaheiminum án þess að þeir sem áttu að fylgjast með gjörðum þeirra gerðu neina athugasemd. Þeir sem betur vissu voru rakkaðir niður í­ fjölmiðlum í­ eigu útrásarví­kinganna, allt að því­ kallaðir hálfvitar og hælbí­tar, og þeir stjórnmálamenn sem voru við völd endurómuðu þann söng. Lí­ka Samfylkingin þegar hún komst að! Einstaka sinnum komu aðvörunarorð að utan, bæði frá fræðimönnum og stofnunum, s.s. Den Danske Bank, en allt slí­kt var hunsað og öfundsýki kennt um, þekkingarleysi á sérí­slenskum aðstæðum o.s.frv. Greiningardeildir banka og menn sem titluðu sig viðskiptablaðamenn (en voru lí­tið annað en klappstýrur og birtingaraðilar fréttatilkynninga) tóku undir með þessu. Almenningur í­ landinu vissi ekkert hverju átti að trúa og taldi í­ fáví­si sinni að þetta kæmi sér í­ raun ekkert við. Hristi bara hausinn yfir mönnum sem fóru á þyrlum að kaupa sér pylsur, þurftu að fá aldnar poppstjörnur í­ teitin sí­n og hentu öllu út úr nýju fí­nu húsunum sí­num (jafnvel stundum húsunum sjálfum lí­ka) og byggðu allt upp á nýtt.
Núna eftir Daví­ðshrunið berast svo fréttir af því­ að tveir unglingspiltar hafi með skjalafölsun og prettum náð að sví­kja u.þ.b. 50 milljónir út úr íbúðalánasjóði. Þeir eru í­ gæsluvarðhaldi. Að sjálfssögðu eru þeir í­ gæsluvarðhaldi. Það er hins vegar stórundarlegt að útrásarví­kingarnir séu það ekki ásamt Daví­ð og Geir. Þeirra glæpir eru svo stórum meiri. Sí­ðustu fréttir um fjármagnsflutninga Glitnismanna korteri fyrir lokun hafa ekki valdið neinum usla í­ samfélaginu. Svo vanir eru menn orðin siðleysi þessara manna að það virðist sem ekkert geti komið á óvart lengur. Þeir eru hins vegar í­ þeirri stöðu að allt í­ einu eru fjölmiðlarnir hættir að lofsyngja allt sem þeir gerðu, bera af þeim blak og kalla allar ásakanir öfundsýki.
Þá er brugðist við með því­ að hóta málsókn. Nú á að hræða fjölmiðlana til að hætta að fjalla með gagnrýnum hætti um þessa menn með því­ að hóta málsóknum út og suður. Það skiptir þá engu máli hvort hægt sé að vinna málin eða ekki. Þeir hafa efni á því­ að ráða slyngustu lögfræðingana sem geta teygt mál mánuðum, jafnvel árum, saman og kostað þann sem verið er að sækja til saka drjúgan skilding.
Þetta mætti koma í­ veg fyrir með því­ að frysta eigur þessara manna og skammta þeim fjármuni þar af sem nemur atvinnuleysisbótum. Ef þeir fara þá að ráða lögfræðinga og almannatengsla í­ vinnu er augljóst að þeir hafa falið peninga einhvers staðar. Auðvitað ættu þeir svo lí­ka að vera í­ gæsluvarðhaldi eins og ungligspiltanir sem áður var minnst á (ekki bara peningarnir þeirra).
Ég hef bara eitt að segja við svona fólk: You make me sick!

Um Icesave og ESB

Þá er búið að samþykkja á Alþingi að sækja um aðild að ESB og senda inn umsókn. Það er vel. Ég hef verið á þeirri skoðun að lí­klega sé betra fyrir okkur (flest) að vera innan ESB en utan og þ.a.l. lí­klega betra fyrir þjóðina í­ heild (þó eflaust sé það verra fyrir einhverja). Mér hefur alltaf sviðið undan því­ að þeir sem hafa þessa sömu skoðun og ég séu kallaðir landráðamenn eða föðurlandssvikarar og lí­ka það að við séum sökuð um að lí­ta á ESB sem einhverja töfraskyndilausn. Það er ESB ekki. Ég áskil mér rétt til að hafna samningnum í­ þjóðaratkvæðagreiðslu ef mér lí­st ekki á hann en þykir lí­klegra að hann verði viðunandi. Ég hef verið á þeirri skoðun að það sé út í­ hött að greiða atkvæði um aðild að ESB nema vita fyrst hvað það þýðir, þ.e. að aðildarsamningur verði að liggja fyrir svo hægt sé að taka afstöðu. Það var meðal annars þess vegna sem ég kaus Borgarahreyfinguna í­ sí­ðustu kosningum. Það olli mér því­ verulegum vonbrigðum þegar þrí­r þingmanna hennar fóru í­ skollaleik með atkvæðin sí­n í­ þessu máli, studdu tvöfalda atkvæðagreiðslu sem var andstæð því­ sem a.m.k. tveir þessara þingmanna höfðu sagt fyrir kosningar og kusu svo gegn aðildarumsókninni þvert á fyrri yfirlýsingar. Það gerðu þeir vegna áhyggja af Icesave. Ég skil vel þær áhyggjur en tel að þarna hafi þeir gert það sem þeir gagnrýndu aðra stjórnmálamenn hvað mest fyrir áður, þ.e. að nota atkvæði sí­n í­ einstökum málum sem skiptimynt fyrir stuðning annars staðar burt séð frá eigin skoðunum eða sannfæringu.

Hvað Icesave varðar hef ég verið á þeirri skoðun að báðir möguleikarnir í­ stöðunni séu slæmir. Af tvennu illu sé þó lí­klegra illskárra að samþykkja samninginn en ekki. Sí­ðan hafa borist ýmsar fréttir um yfirhilmingar, galla á ákvæðum um endurskoðun, misví­sandi útreikninga á greiðslugetu o.s.frv. Staðan í­ dag er því­ sú að ég hef ekki hugmynd um hvort betra sé að samþykkja samninginn eða ekki. A.m.k. er ljóst að stórhættulegt væri að samþykkja hann án fullnægjandi fyrirvara. Ef niðustaðan verður sú að samningurinn verður samþykktur, með eða án fyrirvara, má ljóst vera að hann verður að endurskoða eftir 7 ár þegar fara á að greiða af honum. Þá held ég að samningsstaða okkar verði betri og sterkari ef við verðum innan ESB frekar en utan og ekki sí­ður ef okkur hefur þá tekist að taka upp Evru. Sí­ðast en ekki sí­st verður samningsstaða okkar betri ef okkur tekst á þessum 7 árum að koma höndum yfir allar eigur svokallðra útrásarví­kinga og dæma þeim hæfilega refsingu. Eins og staðan er núna er maður hræddur um að það muni ekki gerast og þeir haldi áfram sí­num vafasömu viðskiptum, jafnvel í­ bönkunum sjálfum á nýjan leik. Fari svo mun það hafa mun meiri og verri áhrif á trúverðugleika okkar og traust en að hafna Icesave samningnum.

Vaðlaheiðargöng eða breikkun Suðurlandsvegar

vadlaheidiÉg bý á Akureyri. Ég keyri stundum yfir Ví­kurskarðið. Ég geri það svo sem ekki oft en það kemur fyrir, hvort sem ég er bara í­ skemmtibí­ltúr í­ Vaglaskóg, að fara til Húsaví­kur eða Egilsstaða. Á vetrum getur verið mjög torfært um Ví­kurskarðið og það hefur m.a.s. komið fyrir að því­ hefur verið lokað vegna veðurs. Ekki oft en það hefur gerst. Allir vöruflutningar til Húsaví­kur og þess hluta Norðurlands-eystra sem er austan Eyjafjarðar fara um Ví­kurskarðið. Vaðlaheiðargöng væru því­ til mikilla hagsbóta fyrir þá sem þar búa. Þýðir þetta að ég sé fylgjandi því­ að Vaðlaheiðargöng séu ofar á forgangslista en breikkun Suðurlandsvegar?
Nei, reyndar ekki. Á Suðurlandsvegi, milli Selfoss og Reykjaví­kur, hefur orðið fjöldi banaslysa en þau eru afar sjaldgæf í­ Ví­kurskarðinu. Mér er tjáð að breikkun Suðurlandsvegar dragi úr lí­kum á banaslysum og hallast að því­ að trúa því­. í mí­num huga eru mannslí­f ofar í­ forgangsröðinni en nokkrir lokunardagar á Ví­kurskarðinu. En, þýðir þetta þá að ég telji að það eigi að ráðast í­ breikkun Suðurlandsvegar strax en fresta skuli Vaðlaheiðargöngum.
tunnel_signNei, reyndar ekki. Bæði Suðurlandsvegur og Ví­kurskarðið virka ágætlega í­ núverandi mynd. Mér finnst einhvern veginn að eins og ástandið í­ efnahagsmálunum er núna, þar sem þarf að spara hverja krónu, þá sé óverjandi að ráðast í­ nokkrar nýframkvæmdir í­ samgöngumálum. Næsta ár, og jafnvel næstu ár, á eingöngu að sinna viðhaldi á samgöngukerfinu, láta nýframkvæmdir eiga sig. Svo þegar hægt verður að fara að leggja vegi og bora göng aftur þá á að klára Sundabraut og breikka Suðurlandsveg áður en Vaðlaheiðargöng verða boruð.
InnanlandsflugSamgöngumiðstöð í­ Reykjaví­k á aldrei að byggja því­ þar er álí­ka bruðl á ferðinni og tónlistarhúsið. (Hvers vegna er ekki löngu búið að hætta þeirri framkvæmd og ráða einhverja til að kanna hvernig hægt sé að komast frá þessu á sem ódýrastan máta?) Lí­ka út í­ hött að byggja samgöngumiðstöð upp á milljarða til að hylma yfir að í­ raun er verið að byggja nýja innanlandsflugstöð. Slí­ka mætti eflaust byggja þar sem sú núverandi er fyrir mun lægri upphæð.

Þjóðin bregst!

Ég var að heyra það í­ fréttum áðan að fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefði aukist um þrjú prósentustig frá kosningum. HVAí ER Aí FÓLKI???!!!! Flokkarnir sem settu Ísland á hausinn, afhentu góðvinum sí­num nær allar eignir þjóðarinnar og leyfðu þeim að skuldsetja hana svo nú er talið að þær skuldir nemi þrefaldri þjóðarframleiðslu! Flokkarnir sem næst á eftir útrásarví­kingunum bera mesta ábyrgð á verstu föðurlandssvikum frá því­ að Quisling var og hét, BÆTA VIí SIG FYLGI??!!!
Með þessu áframhaldi fá þeir meirihluta í­ næstu kosningum og allt fer í­ sama helví­tis rassgatið og áður. Eins gott að það er sjö ára greiðslufrestur á ICESAVE skuldinni. Maður getur undirbúið búferlaflutninga á þeim tí­ma (eins og lí­klega flestir Íslendingar sem einhvern möguleika hafa á því­ að fá vinnu erlendis) munu gera. Eftir verða öryrkjar, lamaðir, fatlaðir, gamalmenni og smáglæpamenn undir eilí­fðarstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.
Ég spái því­ að þetta verði framtí­ð landsins komist þetta gamla spillingarpakk aftur til valda. Hins vegar á eflaust eftir að verða mikill fólksflótti frá landinu sama hvað gerist.