Vaðlaheiðargöng eða breikkun Suðurlandsvegar

vadlaheidiÉg bý á Akureyri. Ég keyri stundum yfir Ví­kurskarðið. Ég geri það svo sem ekki oft en það kemur fyrir, hvort sem ég er bara í­ skemmtibí­ltúr í­ Vaglaskóg, að fara til Húsaví­kur eða Egilsstaða. Á vetrum getur verið mjög torfært um Ví­kurskarðið og það hefur m.a.s. komið fyrir að því­ hefur verið lokað vegna veðurs. Ekki oft en það hefur gerst. Allir vöruflutningar til Húsaví­kur og þess hluta Norðurlands-eystra sem er austan Eyjafjarðar fara um Ví­kurskarðið. Vaðlaheiðargöng væru því­ til mikilla hagsbóta fyrir þá sem þar búa. Þýðir þetta að ég sé fylgjandi því­ að Vaðlaheiðargöng séu ofar á forgangslista en breikkun Suðurlandsvegar?
Nei, reyndar ekki. Á Suðurlandsvegi, milli Selfoss og Reykjaví­kur, hefur orðið fjöldi banaslysa en þau eru afar sjaldgæf í­ Ví­kurskarðinu. Mér er tjáð að breikkun Suðurlandsvegar dragi úr lí­kum á banaslysum og hallast að því­ að trúa því­. í mí­num huga eru mannslí­f ofar í­ forgangsröðinni en nokkrir lokunardagar á Ví­kurskarðinu. En, þýðir þetta þá að ég telji að það eigi að ráðast í­ breikkun Suðurlandsvegar strax en fresta skuli Vaðlaheiðargöngum.
tunnel_signNei, reyndar ekki. Bæði Suðurlandsvegur og Ví­kurskarðið virka ágætlega í­ núverandi mynd. Mér finnst einhvern veginn að eins og ástandið í­ efnahagsmálunum er núna, þar sem þarf að spara hverja krónu, þá sé óverjandi að ráðast í­ nokkrar nýframkvæmdir í­ samgöngumálum. Næsta ár, og jafnvel næstu ár, á eingöngu að sinna viðhaldi á samgöngukerfinu, láta nýframkvæmdir eiga sig. Svo þegar hægt verður að fara að leggja vegi og bora göng aftur þá á að klára Sundabraut og breikka Suðurlandsveg áður en Vaðlaheiðargöng verða boruð.
InnanlandsflugSamgöngumiðstöð í­ Reykjaví­k á aldrei að byggja því­ þar er álí­ka bruðl á ferðinni og tónlistarhúsið. (Hvers vegna er ekki löngu búið að hætta þeirri framkvæmd og ráða einhverja til að kanna hvernig hægt sé að komast frá þessu á sem ódýrastan máta?) Lí­ka út í­ hött að byggja samgöngumiðstöð upp á milljarða til að hylma yfir að í­ raun er verið að byggja nýja innanlandsflugstöð. Slí­ka mætti eflaust byggja þar sem sú núverandi er fyrir mun lægri upphæð.

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar
  3. Avatar

3 Comments

  1. Svo er eitt gott með Vaðlaheiðargöng að þau borga sig að því­ leitinu til að snjómokstur sem kostar fleiri milljónir á ári leggst af og svo er verið að tala um að gangnagerðin verði einkaframkvæmd. Þá verður gjaldtaka þarna í­ gegn þannig að kostnaður úr rí­kiskassanum verður minni en almennt gerist.

  2. Hversu mörg þessara banaslysa á suðurlandsveginum er hægt að rekja til vanhæfni ökumanna? Það er nefnilega ansi óvarlega farið þarna, menn t.d. hægja ekki á sér í­ slæmu skyggni. Þessir áhrifavaldar virðast alveg gleymast í­ umræðunni.

  3. ítreka það sem ég sagði í­ færslunni. Ég tel að ekki eigi að ráðast í­ ný samgöngumannvirki fyrst um sinn, eingöngu sinna viðhaldi.

    Spritti: Hvað einkaframkvæmd varðar er ég ekki viss um að hún sé hagkvæmari en rí­kisframkvæmd. Efast um að einkaaðilar geti fjármagnað verkið á viðunandi kjörum við núverandi aðstæður. Svo er ekki það mikil umferð um Ví­kurskarðið eða leiðin það mikið lengri en um væntanleg göng (m.v. Hvalfjörðinn) að fólk fari ekki frekar lengri leiðina ef veggjald verður of hátt. Ég efast s.s. um að einkaaðili gæti látið göngin borga sig upp með veggjaldi. Kosnaðarminnkun vegna snjómoksturs verður eflaust einhver en varla mikill þar sem enn þarf að moka Ví­kurskarðið þó það verði eflaust ekki jafn oft.

    Bjarki: Ég er sammála þér að flest banaslys er hægt að rekja til vanhæfni ökumanna; hraða- eða ölvunaraksturs, rangs mats á aðstæðum eða akstursskilyrðum, ofmats á eigin hæfni o.s.frv. Þetta á við um banaslys á Suðurlandsvegi sem annars staðar, lí­ka í­ Ví­kurskarði. ístæða þess að færri banaslys verða í­ Ví­kurskarði en á þjóðvegunum sem liggja inn í­ borgina er hins vegar ekki að bí­lstjórarnir séu eitthvað betri þar, umferðin er bara miklu minni. Ég tel enn réttast að ráðast fyrst í­ samgöngubætur þar sem hættan er mest, jafnvel þó hún stafi fyrst og fremst af vanhæfni ökumanna.

Leave a comment