YOU MAKE ME SICK!

írum saman fóru svokallaðir útrásarví­kingar sí­nu fram í­ fjármálaheiminum án þess að þeir sem áttu að fylgjast með gjörðum þeirra gerðu neina athugasemd. Þeir sem betur vissu voru rakkaðir niður í­ fjölmiðlum í­ eigu útrásarví­kinganna, allt að því­ kallaðir hálfvitar og hælbí­tar, og þeir stjórnmálamenn sem voru við völd endurómuðu þann söng. Lí­ka Samfylkingin þegar hún komst að! Einstaka sinnum komu aðvörunarorð að utan, bæði frá fræðimönnum og stofnunum, s.s. Den Danske Bank, en allt slí­kt var hunsað og öfundsýki kennt um, þekkingarleysi á sérí­slenskum aðstæðum o.s.frv. Greiningardeildir banka og menn sem titluðu sig viðskiptablaðamenn (en voru lí­tið annað en klappstýrur og birtingaraðilar fréttatilkynninga) tóku undir með þessu. Almenningur í­ landinu vissi ekkert hverju átti að trúa og taldi í­ fáví­si sinni að þetta kæmi sér í­ raun ekkert við. Hristi bara hausinn yfir mönnum sem fóru á þyrlum að kaupa sér pylsur, þurftu að fá aldnar poppstjörnur í­ teitin sí­n og hentu öllu út úr nýju fí­nu húsunum sí­num (jafnvel stundum húsunum sjálfum lí­ka) og byggðu allt upp á nýtt.
Núna eftir Daví­ðshrunið berast svo fréttir af því­ að tveir unglingspiltar hafi með skjalafölsun og prettum náð að sví­kja u.þ.b. 50 milljónir út úr íbúðalánasjóði. Þeir eru í­ gæsluvarðhaldi. Að sjálfssögðu eru þeir í­ gæsluvarðhaldi. Það er hins vegar stórundarlegt að útrásarví­kingarnir séu það ekki ásamt Daví­ð og Geir. Þeirra glæpir eru svo stórum meiri. Sí­ðustu fréttir um fjármagnsflutninga Glitnismanna korteri fyrir lokun hafa ekki valdið neinum usla í­ samfélaginu. Svo vanir eru menn orðin siðleysi þessara manna að það virðist sem ekkert geti komið á óvart lengur. Þeir eru hins vegar í­ þeirri stöðu að allt í­ einu eru fjölmiðlarnir hættir að lofsyngja allt sem þeir gerðu, bera af þeim blak og kalla allar ásakanir öfundsýki.
Þá er brugðist við með því­ að hóta málsókn. Nú á að hræða fjölmiðlana til að hætta að fjalla með gagnrýnum hætti um þessa menn með því­ að hóta málsóknum út og suður. Það skiptir þá engu máli hvort hægt sé að vinna málin eða ekki. Þeir hafa efni á því­ að ráða slyngustu lögfræðingana sem geta teygt mál mánuðum, jafnvel árum, saman og kostað þann sem verið er að sækja til saka drjúgan skilding.
Þetta mætti koma í­ veg fyrir með því­ að frysta eigur þessara manna og skammta þeim fjármuni þar af sem nemur atvinnuleysisbótum. Ef þeir fara þá að ráða lögfræðinga og almannatengsla í­ vinnu er augljóst að þeir hafa falið peninga einhvers staðar. Auðvitað ættu þeir svo lí­ka að vera í­ gæsluvarðhaldi eins og ungligspiltanir sem áður var minnst á (ekki bara peningarnir þeirra).
Ég hef bara eitt að segja við svona fólk: You make me sick!