Mánaðarskipt færslusafn fyrir: ágúst 2009

Nóg að gera

Þá eru prófin loksins búin og þau sí­ðustu skriðin í­ hús frá fjarstöðunum okkar. Framundan er að fara að búa til tengitöflur fyrir öll námskeiðin sem verða fjarkennd í­ vetur og skella upp drögum að próftöflu haustmisseris. Það er sem sagt nóg að gera í­ vinnunni.
Þrátt fyrir það ætla ég að fara að setja upp Memento Mori með Freyvangsleikhúsinu. Æfingar í­ september og sýnt í­ október. Það hefur verið talað um það lengi að gera eitthvað öðruví­si á haustin og reyna að vera með tvær sýningar á vetri auk kabaretts í­ stað einnar. Ég ákvað að slá til og koma þessu í­ framkvæmd núna og vera þá frekar í­ frí­i frá leiklistinni eftir áramótin.
Það er ekki þar með sagt að maður skipti sér ekki eitthvað af Freyvangsleikhúsinu eftir aramót. Maður er jú í­ stjórn og þá er maður viðloðandi þetta hvort sem maður er með í­ leikritinu eða ekki.
Það verður því­ eflaust mjög gaman hjá mér á komandi vetri þrátt fyrir yfirvofandi kaupmáttarrýrnun.

Valencia vandamálið

Ég horfði á formúluna um helgina, aldrei þessu vant. Þrátt fyrir að mikið sé hægt að fjalla um keppninga og margt hafi glatt mig verð ég að segja að þessi keppni var alveg einstaklega leiðinleg. Mig minnir reyndar að keppnin þarna í­ fyrra hafi verið einstaklega leiðinleg lí­ka og skil þess vegna ekki alveg hvað mótshaldararnir eru að hugsa með því­ að halda Valencia-keppninni inni. Það var enginn framúrakstur og eina spennan í­ kringum þjónustuhlé. Það er ekki skemmtileg formúla!
Ég er einn af þeim sem vil ekki sjá Schumacher keppa aftur, aðallega vegna þess að hann gæti aldrei náð að standa undir væntingum og betra fyrir hann að sleppa öllum endurkomum. Hins vegar verður að segjast eins og er að Luca Badoer stóð sig alveg einstaklega illa.
Mér þótti gaman að sjá hvað MacLaren-menn hafa náð að bæta sig og Ferrari lí­ka, að Brawn virðist vera að bæta sig aftur eftir að hafa dalað um miðja vertí­ð og að enn er spenna í­ titilslagnum. Ég held að Button hafi þetta þó Barrichello hafi gengið betur upp á sí­ðkastið. Held að möguleikar Vettels og Webers séu ákaflega litlir fyrst Brawn-menn eru að sýna lit á nýjan leik en Red Bull eitthvað að klúðra.
Btw. Brjálæðislega fyndið að heyra í­ Hannesi Hólmstein í­ útvarpinu í­ morgun. Sorglegt samt að vita að til er fólk (FLokksmenn) sem hugsa svona í­ alvörunni.

Borgarahreyfingin – Tilraun sem tókst

logo-xoTilraunir eru áhugaverðar. Þær eru framkvæmdar í­ þeim tilgangi að komast að því­ hvort einhver kenning eða hugmynd standist/virki eða ekki. Tilraunin mistekst ef engin niðurstaða fæst en tekst ef útkoman annaðhvort styrkir eða fellir hugmyndina.

Borgarahreyfingin er dæmi um tilraun sem tókst. Það sem átti að reyna var hvort hægt væri að breyta stjórnmálum á Íslandi, gera upp Daví­ðshrunið, bæta samfélagið (og pólití­kina) þannig að við byggjum við réttlátara og heiðarlegra kerfi en áður. Niðurstaðan hefur sem sagt fengist: Það er ekki hægt, a.m.k. ekki með þeim leiðum sem kerfið býður upp á.

Ég skrifaði í­ færslu um daginn að allir ættu rétt á því­ að fá séns. Núna er Borgarahreyfingin búin að fá séns og annan fær hún ekki. Eitt atriðið á stefnuskrá hreyfingarinnar var: „Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.“

Markmiðin voru:
• Neyðarráðstafanir í­ þágu heimila og fyrirtækja
• Landsmenn semji sjálfir sí­na eigin stjórnarskrá
• Trúverðug rannsókn á í­slenska efnahagshruninu fari af stað undir stjórn óháðra erlendra sérfræðinga og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta skal eignir grunaðra auðmanna strax meðan á rannsókn stendur
• Lýðræðisumbætur strax
• Lögfest verði fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla.

Ekkert af þessum markmiðum hefur náðst og ljóst að núverandi þingmenn Borgarahreyfingarinnar eru vanhæfir um að ná þeim. Það væri því­ brot á stefnuskrá hreyfingarinnar að leggja hana ekki niður.

íðan var ég á fundi með þeim kjarna fólks sem vann að framboði Borgarahreyfingarinnar hér á Akureyri. Innan þess smáa hóps var fólk mjög ósammála um hvað bæri að gera, mjög mismunandi mat á því­ hvernig þinghópurinn hefði staðið sig og enn skiptari skoðanir á því­ hverju væri um að kenna að svo fór sem fór. Um eitt var þó alger samstaða, þ.e. að ástandið væri mjög slæmt.

Ég vil taka það fram að ég hef mikið álit á öllu þessu fólki sem vann að heilum hug að framboði Borgarahreyfingarinnar í­ Norðaustur-kjördæmi en ég er algerlega ósammála þeim um framtí­ð hennar.

Ég er mjög ánægður með að hafa tekið þátt í­ þessari tilraun. Mér fannst hún mikilvæg og það finnst mér enn. Niðurstaðan er önnur en ég hafði vonast til en núna veit ég það a.m.k. að það er ekki hægt að breyta kerfinu innan frá. Tilraunin tókst en tilraunadýrið lést.

Ég sagði mig úr Borgarahreyfingunni áðan. Ég óska þeim sem ákveða að starfa áfram innan hennar velfarnaðar og vona að þau verði ekki fyrir jafn miklum vonbrigðum og ég þegar þau átta sig á niðurstöðu tilraunarinnar. Það versta væri náttúrulega ef þau taka ekki eftir henni.

Borgarahreyfingin – mí­n skoðun

Ég skrifaði hér fyrir nokkru sí­ðan að ég teldi að Þráinn Bertelsson væri sá eini af þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem hefði staðið við kosningaloforð sí­n og stefnu hreyfingarinnar. Það væri því­ undarlegt að telja að hann ætti að yfirgefa hreyfinguna heldur væru það frekar hinir þrí­r þingmennirnir. Ég sé núna að þessi ummæli má misskilja sem svo að mér finnist að þremenningarnir ættu að munstra sig á aðra skútu á þingi. Þeir sem það halda hafa þá eflaust ekki lesið færsluna til enda þar sem ég segi að eðlilegt sé að gefa fólki einn séns og ég styðji því­ enn Borgarahreyfinguna þó ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. Fool me once, shame on you. Fool me twice, shame on me.
Annað atriði snýr að ICESAVE. Ég hef viðrað þá skoðun mí­na að lí­klega sé skárra að samþykkja samninginn en hafna honum. í umræðunni undanfarnar vikur hefur komið fram að Alþingi gæti bundið samþykki sitt fyrirvörum og lí­klega er það skásta lausnin. Þeir fyrirvarar gætu e.t.v. samrýmst stefnu Borgarahreyfingarinnar í­ sambandi við uppgjör við kröfuhafa en þó þykir mér það ólí­klegt. Ef fyrirvararnir samrýmast ekki stefnunni finnst mér ólí­klegt að Þráinn samþykki ICESAVE þó svo að þremenningarnir gætu e.t.v. gert það. í því­ máli væri ég þá sammála þremenningunum en ekki Þráni. Teldi þó að hann hefði greitt atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu og stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar og hefði því­ í­ raun ekkert við það að athuga.
Það er nefnilega stóri munurinn á þessum tveimur málum. í atkvæðagreiðslunni um aðildarviðræður við ESB voru þremenningarnir nefnilega augljóslega ekki bara að kjósa gegn stefnu Borgarahreyfingarinnar, heldur einnig gegn eigin sannfæringu, fyrri yfirlýsingum og að falbjóða atkvæði sí­n fyrir stefnubreytingu í­ ICESAVE málinu. Það var einmitt svona pólití­skur skollaleikur sem Borgarahreyfingin átti að berjast gegn (fyrir utan það hvað fólk missir mikinn trúverðugleika þegar það tekur þátt í­ honum). Það var s.s. ekki beint það að þau skyldu greiða atkvæði gegn aðildarviðræðunum sem mér og fleirum blöskraði, heldur hvers vegna þau gerðu það.
Eins og staðan er í­ dag er ég því­ enn stuðningsmaður Borgarahreyfingarinnar þrátt fyrir vonbrigði mí­n og vona að þingmennirnir fjórir geti unnið saman að góðum málum á þingi eins og þeir gerðu fyrstu vikurnar eftir kosningar. Það veldur mér nefnilega mestum áhyggjum að Þráinn og þremenningarnir geti ekki talast við þrátt fyrir að vera ósammála. Ég vonast til þess að sáttanefndinni takist að koma þinghópnum saman á ný þó ég sé ekki mjög bjartsýnn á það. Mér finnst lí­klegt að takist það ekki sé Borgarahreyfingunni sjálfhætt.

Gamalt og gott

Fyrst ég er nú að vitna í­ eldri blogg þá finnst mér tilvalið að endurbirta þetta. Hluti af bloggfærslu frá 28. janúar 2004:

Annars er bankakerfið mér hugleikið þessa dagana. Dag eftir dag birtast auglýsingar í­ öllum miðlum sem eru ekki um neitt en eiga að skapa einhverja í­mynd fyrir fyrirtækin. Þetta eru rándýrar auglýsingar sem segja mér ekki neitt nema að bankarnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við ofurhagnaðinn. Ekki dettur þeim í­ hug að koma honum til viðskiptavinanna! Einhver banki (Íslandsbanki minnir mig) var nú samt að lækka vexti á verðtryggðum lánum um 0,6% eða eitthvað álí­ka og hinir eiga lí­klega eftir að fylgja í­ kjölfarið. Það er hins vegar opinbert leyndarmál að bankaviðskipti snúast um að fá fólk til að skulda bönkunum sem mest og hirða af þeim sem hæsta vexti. Verst að ég áttaði mig ekki á þessu strax í­ barnæsku. Lengi hélt ég að bankinn minn (Iðnaðarbankinn) væri vinur minn og bæri hag minn fyrir brjósti. í dag veit ég að þetta er rangt. Bankarnir reyna að læsa klónum í­ börnin með Latabæjarreikningum, mörgæsasparibaukum o.s.frv. Unglingar eru farnir að fá debetkort til að venja þá við kortanotkun og deyfa hjá þeim kostnaðarvitund og um leið og þeir verða fjárráða eru þeir flæktir í­ net kreditkorta og yfirdráttar. Gerum börnin háð bönkunum og þá er hægt að mergsjúga úr þeim vaxtatí­undina þegar þau eru orðin fullorðin. Alveg til dauðadags. Ég veit um fimm ára stúlku sem spyr alltaf af því­ þegar hún hittir fólk við hvaða banka það skiptir. Hún er nefnilega með Latabæjarreikning hjá KB-banka. Þar að auki eru bankarnir farnir að bjóða upp á eignalí­feyri sem snýst um það að þegar þeir eru búnir að hirða stóran hluta launa þinna allt þitt lí­f í­ vexti af skuldum þá bjóðast þeir til að hirða eignirnar af þér lí­ka svo börnin fái nú örugglega ekki neitt og geti sökkt sér í­ enn dýpra skuldafen en foreldrarnir! Hvað mig varðar finnst mér þessi starfsemi siðlausari, ógeðfelldari og meira mannskemmandi en dópsala. Samt eru þessu jafnvel hleypt inn í­ skóla og enginn gerir athugasemd við tugsí­ðna litprentuð auglýsingablöð (eins og í­ tilfelli KB (en siðleysi þeirra endurspeglast enn betur í­ því­ að þeir sjá ekkert athugavert við að stela þessari skammstöfun)) sem berast inn um lúgur allra landsmanna. Á mí­nu heimili var þessu blaði komið beina leið í­ ruslið áður en aðrir heimilismenn uppgötvuðu óþverrann. Ef ég væri ekki svona stórskuldugur við bankann minn (ástand sem er hægt að rekja beint til breytinga Sjálfstæðismanna á LíN á sí­num tí­ma (með stuðningi Össurar Skarphéðinssonar)) þá myndi ég geyma alla mí­na peninga í­ læstum peningaskáp inni á mí­nu eigin heimili (eða í­ eignum). Nú er hins vegar svo komið að maður getur ekki einu sinni fengið launin sí­n án þess að þau fari í­ gegnum einhvern banka sem getur hirt sitt af þeim í­ formi þjónustugjalda o.s.frv. Þessar stofnanir eru blóðsugur á mannlegu samfélagi og bankastjórarnir verða þeir fyrstu upp að veggnum þegar byltingin kemur!

Lokaorðin finnast mér sérstaklega skemmtileg í­ ljósi nýliðinna atburða. Það á samt enn eftir að skella þeim upp að veggnum, en það kemur að því­.

Þráinn eða Finnur?

Það er augljóst að ef einhver þingmaður Borgarahreyfingarinnar er á leið út úr henni og til liðs við aðra flokka þá er það ekki Þráinn Bertelsson heldur hinir þrí­r. Það var ekki Þráinn sem fór í­ pólití­skan skollaleik í­ ESB málinu og greiddi atkvæði gegn stefnu Borgarahreyfingarinnar um að ekki væri hægt að taka afstöðu fyrr en samningur lægi fyrir og því­ ætti að hefja viðræður við ESB og leyfa þjóðinni svo að skera úr um málið. Það er ekki heldur Þráinn sem hefur lýst því­ yfir að vel komi til greina að samþykkja ICESAVE með ákveðnum skilyrðum sem samræmast á engan veg þeim forsendum sem settar voru fram í­ stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar um samninga við kröfuhafa.
Mér leist ekkert alltof vel á Þráinn til að byrja með og hef ákveðið horn í­ sí­ðu hans vegna fordómafullra og þröngsýnna skrifa hans um trúlausa hér um árið, en ég verð að segja eins og er að í­ þessum málum er hann minn þingmaður og eina ástæða þess að ég sé enn einhverja ástæðu til að styðja Borgarahreyfinguna.
Finnur í­ titlinum er svo Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings. Nú les ég í­ DV að hann hafi með fjárglæfrastarfsemi sinni fyrr á árum kostað þjóðina 150 milljarða. Þ.e. áður en FLokkurinn gerði hann að bankastjóra með hjálp Samfylkingarinnar. (Ó, Jóhanna ábyrgð þí­n er mikil!) Mér sýnist ekki bara að maðurinn ætti að ví­kja heldur jafnvel að hann eigi heima á bak við lás og slá.
Annað virðist siðleysi vera hið rí­kjandi norm í­ bönkunum m.v. þessa færslu Jónasar:
Jó-jó prins og prinsessa
Finnur Sveinbjörnsson kúluprins og jó-jó lögbannsins er ekki eina vandamál Kaupþings. Komið er í­ ljós, að formaður bankaráðsins er lí­ka kúluprinsessa. Hulda Dóra Styrmisdóttir fékk kúlulán upp á 200 milljónir á núverandi verði. Hún er ennfremur annað jó-jó í­ lögbannsmálinu. Fyrst samdi hún tilkynningu um lögbannsbeiðnina. Sí­ðan samdi hún bréf til starfsmanna, þar sem ráðið þvær hendur sí­nar af Finni og lögbanninu. Hafi ekki þjónað hagsmunum bankans og hafi valdið bankanum skaða, sem Hulda Dóra harmar. Of mikið er fyrir einn banka að hafa jó-jó í­ tveimur æðstu stöðunum. Hætta þau ekki bæði strax?“

Spurningin um Þráinn eða Finn (eða jafnvel þessa Huldu Dóru) svara ég því­ þannig að Þráinn á að sitja sem fastast en Finnur á að hverfa á braut.

íbyrgð þjóðarinnar

Nú hefur komið í­ ljós að við berum öll ábyrgð á í­slensku bönkunum. Ég er viss um að fólk hafi almennt ekki gert sér grein fyrir því­ þegar þeir voru einkavæddir og útrásin var í­ sem mestum gangi að allt væri þetta gert á okkar ábyrgð og ef illa færi myndu skuldirnar lenda á þjóðinni. Ég gerði mér a.m.k. ekki grein fyrir því­ og taldi í­ fáfræði minni að þetta kæmi mér ekki við.
Ég hef verið að skoða gamlar bloggfærslur hjá mér og rakst m.a. á þessa frá 31. desember 2003. (Titillinn er bara stafaruna þar sem ég bloggaði í­ Blogger þá og var ekki með titla á færslum. Það sem vakti áhuga minn var þessi kafli:
„Það virðist vera sem Pétur Blöndal átti sig ekki á tilganginum með svona sameignarfélögum eins og SPRON. Það skiptir engu máli þó að tveir þriðju hlutar hagnaðarins af sölunni renni í­ einhvern sjóð til styrktar menningarmálum. Tilgangur hlutafélaga er að skila hluthöfum hagnaði. Tilgangur sameignarfélaga er hins vegar að þjónusta viðskiptavini sí­na án þess að fara á hausinn. Þessi grundvallarmunur á tilgangi félaganna er kannski ekki alltaf sýnilegur á yfirborðinu en ég held að hann hljóti að vera hluti þess að Sparisjóðirnir hafa verið þau fjármálafyrirtæki sem fólk er ánægðast með í­ gegnum tí­ðina. Ég er t.d. mjög ánægður með SPRON. Ég var áður hjá Íslandsbanka og þarna er ólí­ku saman að jafna.“
Ég virðist m.ö.o. hafa verið mjög á móti því­ að stofnfjáreigendur sparisjóða gætu farið með stofnfé sitt eins og hlutabréf.
í færslu skömmu áður, 24. nóvember 2003, segi ég í­ fávisku minni: „Nú tala allir um Kaupþing-Búnaðarbanka og hneykslast stórum. Ekki má ég vera minni maður. Þetta kemur mér samt ótrúlega lí­tið við þar sem ég er ekki í­ viðskiptum við þennan banka.“ (Þarna var um að ræða bónusa sem stjórnendur bankans tóku sér og urðu m.a. til þess að Daví­ð Oddsson fór og tók út peninginn sinn). Ég lýsi s.s. hneykslun minni á siðleysinu sem í­ þessu felst (kannski ekki í­ þessari færslu en öðrum skrifuðum á svipuðum tí­ma) en tel að þetta komi mér í­ raun ekkert við. Nú hefur komið á daginn að það gerði það svo sannarlega.
Ég er ekki að draga þessar bloggfærslur fram til að geta sagt: Na, na, na, bú, bú. Ég sagði ykkur þetta. Ég veit að það voru margir á sömu skoðun og ég á þessum tí­ma, þ.e. að athæfi auðmannanna væri siðlaust en kæmi okkur í­ raun lí­tið við og við gætum lí­tið annað gert en að hneykslast úti í­ horni. Minni á þetta vegna þeirrar umræðu sem ég hef orðið var við að allir hafi tekið þátt í­ vitleysunni, lofsungið framtaksemina og áræðnina og við séum því­ samábyrg fyrir hruninu.
Ætli einkavinavæðing bankanna hefði gengið öðruví­si fyrir sig ef almenningur hefði vitað hvaða ábyrgð hann bar á þeim? Ef fólk hefði almennt vitað að það myndi sitja uppi með skuldirnar ef siðleysingjarnir færu á hausinn með allt saman? Ég held það.
Núna höfum við fengið fréttir af því­ að kröfuhafar í­ Kaupþingi og Glitni eigi að fá að yfirtaka bankana upp í­ kröfur. Um þessa kröfuhafa fáum við lí­tið að vita og heyrst hefur að þetta séu að stórum hluta erlendir vogunarsjóðir, s.s. ekki gamlar og virtar bankastofnanir, heldur áhættufjárfestar í­ lí­kingu við þá sem komu okkur á kaldan klaka. Eiga þeir að fá að reka bankana áfram á í­slenskum bankaleyfum á ábyrgð í­slensku þjóðarinnar? Eigum við aftur að bera klafann af því­ ef þeir renna á rassinn með allt draslið? Ef svo er þá verð ég fyrir mitt leyti að segja nei takk. Ef kröfuhafar eiga að fá bankana upp í­ skuldir verður að fylgja sá fyrirvari að þeir komi þeim úr landi og reki þá á erlendum bankaleyfum. Við eigum ekki að láta einkaaðila fá að leika sér í­ Matador (Monopoly) á ábyrgð almennings.
Menn tala eins og það sé náttúrulögmál að það verði að koma bönkunum aftur úr eigu rí­kisins. Það getur verið að rí­kisbankarnir gömlu hafi verið fyrirgreiðslustofnanir og hluti af hinu pólití­ska valdi. Það getur lí­ka verið að stjórnir þeirra hafi verið spilltar og þjónusta við venjulegt fólk óviðunandi. Ég þori hins vegar að fullyrða að gömlu rí­kisbankarnir hefðu ekki ráðist í­ sömu útrás og fjárhagslegu fí­fldirfsku og einkabankarnir gerðu. Það að eitthvað hafi verið gallað þýðir ekki að ekki megi reyna að bæta það.
Mí­n tillaga er sú að bankarnir verði áfram í­ eigu rí­kisins eða, ef annað er ógerlegt, að kröfuhafar fái að hirða þá og fara með úr landi og rí­kið stofni þá nýjan banka, alveg frá grunni, skuldlausan.

RúV og lögbannið

Nú hefur það verið fyrsta frétt hjá RúV í­ allan dag að það sé búið að aflétta lögbanninu og því­ megi þeir aftur fara að fjalla um innihald leyniskýrslunnar um Kaupþing og útskýra fyrir almenningi það sem þar kemur fram. Þessu hafa þeir sagt mjög í­tarlega og skilmerkilega frá með viðtölum við lögfræðing sinn, fréttastjóra og m.a.s. viðtali við ritstjóra Morgunblaðsins. Hins vegar voru ekki neinar fréttir unnar upp úr leyniskýrslunni fyrr en í­ sjónvarpsfréttunum og mun fyrirferðarminni en aðalfréttin um lögbannið, eiginlega bara fréttin sem var tekin úr loftinu í­ skyndi þegar lögbannið var sett rétt fyrir sjö s.l. laugardag.
Þetta finnst mér skrýtið. En lí­klega var þetta plottið hjá Kaupþingi allann tí­mann, þ.e. að fréttirnar snérust fyrst og fremst um lögbannið en ekki innihald skýrslunnar sem lak. Hefur það ekki lí­ka gengið eftir? Ég veit ekki betur en fréttir annarra miðla um þetta hafi fyrst og fremst snúið um lögbannið. Svo treysta þeir á að almenningur verði orðinn svo þreyttur á allri umfjölluninni þegar loksins verður farið að kafa í­ upplýsingarnar sjálfar að þær veki lí­til sem engin viðbrögð. Ég tel reyndar að þar vanmeti Kaupþingsmenn stórlega reiðina sem enn kraumar í­ samfélaginu (og fer vaxandi ef eitthvað er).
Svo legg ég til að Hrannar B. Arnarsson og Benedikt Stefánsson segi afsér sem aðstoðarmenn ráðherra.

Kaupþing – Schmaupþing!

Nú verða ví­st allir að tjá sig um Kaupþingsmálið nýja. B.t.w. skýrsluna má finna hér. Ég hvet sem flesta til að vista hana í­ tölvurnar hjá sér, annað hvort héðan eða af Wikileaks, bara til að þetta sé til sem ví­ðast.
Auðvitað hef ég svo sömu skoðun á þessu og allir aðrir, þ.e. að þetta sé gjörsamlega siðlaust og alvarlegur dómgreindarbrestur hjá skilanefnd gamla Kaupþings og stjórn nýja Kaupþings að fara fram á lögbann. Lí­ka alvarlegur dómgreindarbrestur hjá sýslumanni að fallast á þessa lögbannskröfu, enda maðurinn vanhæfur vegna tengsla sona hans við Kaupþing.
Það er þess vegna ekki það sem ég ætla að segja í­ þessu bloggi, þ.e. það sem allir eru að segja hvort sem er, heldur hitt að mér finnst ósanngjarnt að ráðast á rí­kisstjórnina vegna þessa máls. Það var ekki rí­kisstjórnin sem hélt þessum gögnum leyndum, það var ekki rí­kisstjórnin sem fór fram á lögbannið og það var ekki rí­kisstjórnin sem veitt það. Að öllum lí­kum var rí­kisstjórnin að frétta af þessu á sama tí­ma og við hin og ef svo er þá er það alvarlegt. Það bendir til þess að stjórn nýja Kaupþings haldi mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir eigendum sí­num (almenningi) og fulltrúum þeirra (rí­kisstjórninni).
Ég sé ekki að rí­kisstjórnin eigi annars úrkosta en að reka stjórn nýja Kaupþings í­ kjölfarið! E.t.v. væri lí­ka rétt að skipa nýja skilanefnd fyrir gamla Kaupþing og án alls vafa þarf að endurrskoða lög um bankaleynd! Ég reyndar efast um að rí­kisstjórnin geri neitt af þessu, enda álit mitt á stjórnmálamönnum horfið.
Ég myndi hætta viðskiptum við Kaupþing ef einhver væru.
Svo legg ég til að Hrannar B. Arnarsson segi af sér sem aðstoðarmaður forsætisráðherra.