Kaupþing – Schmaupþing!

Nú verða ví­st allir að tjá sig um Kaupþingsmálið nýja. B.t.w. skýrsluna má finna hér. Ég hvet sem flesta til að vista hana í­ tölvurnar hjá sér, annað hvort héðan eða af Wikileaks, bara til að þetta sé til sem ví­ðast.
Auðvitað hef ég svo sömu skoðun á þessu og allir aðrir, þ.e. að þetta sé gjörsamlega siðlaust og alvarlegur dómgreindarbrestur hjá skilanefnd gamla Kaupþings og stjórn nýja Kaupþings að fara fram á lögbann. Lí­ka alvarlegur dómgreindarbrestur hjá sýslumanni að fallast á þessa lögbannskröfu, enda maðurinn vanhæfur vegna tengsla sona hans við Kaupþing.
Það er þess vegna ekki það sem ég ætla að segja í­ þessu bloggi, þ.e. það sem allir eru að segja hvort sem er, heldur hitt að mér finnst ósanngjarnt að ráðast á rí­kisstjórnina vegna þessa máls. Það var ekki rí­kisstjórnin sem hélt þessum gögnum leyndum, það var ekki rí­kisstjórnin sem fór fram á lögbannið og það var ekki rí­kisstjórnin sem veitt það. Að öllum lí­kum var rí­kisstjórnin að frétta af þessu á sama tí­ma og við hin og ef svo er þá er það alvarlegt. Það bendir til þess að stjórn nýja Kaupþings haldi mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir eigendum sí­num (almenningi) og fulltrúum þeirra (rí­kisstjórninni).
Ég sé ekki að rí­kisstjórnin eigi annars úrkosta en að reka stjórn nýja Kaupþings í­ kjölfarið! E.t.v. væri lí­ka rétt að skipa nýja skilanefnd fyrir gamla Kaupþing og án alls vafa þarf að endurrskoða lög um bankaleynd! Ég reyndar efast um að rí­kisstjórnin geri neitt af þessu, enda álit mitt á stjórnmálamönnum horfið.
Ég myndi hætta viðskiptum við Kaupþing ef einhver væru.
Svo legg ég til að Hrannar B. Arnarsson segi af sér sem aðstoðarmaður forsætisráðherra.