RúV og lögbannið

Nú hefur það verið fyrsta frétt hjá RúV í­ allan dag að það sé búið að aflétta lögbanninu og því­ megi þeir aftur fara að fjalla um innihald leyniskýrslunnar um Kaupþing og útskýra fyrir almenningi það sem þar kemur fram. Þessu hafa þeir sagt mjög í­tarlega og skilmerkilega frá með viðtölum við lögfræðing sinn, fréttastjóra og m.a.s. viðtali við ritstjóra Morgunblaðsins. Hins vegar voru ekki neinar fréttir unnar upp úr leyniskýrslunni fyrr en í­ sjónvarpsfréttunum og mun fyrirferðarminni en aðalfréttin um lögbannið, eiginlega bara fréttin sem var tekin úr loftinu í­ skyndi þegar lögbannið var sett rétt fyrir sjö s.l. laugardag.
Þetta finnst mér skrýtið. En lí­klega var þetta plottið hjá Kaupþingi allann tí­mann, þ.e. að fréttirnar snérust fyrst og fremst um lögbannið en ekki innihald skýrslunnar sem lak. Hefur það ekki lí­ka gengið eftir? Ég veit ekki betur en fréttir annarra miðla um þetta hafi fyrst og fremst snúið um lögbannið. Svo treysta þeir á að almenningur verði orðinn svo þreyttur á allri umfjölluninni þegar loksins verður farið að kafa í­ upplýsingarnar sjálfar að þær veki lí­til sem engin viðbrögð. Ég tel reyndar að þar vanmeti Kaupþingsmenn stórlega reiðina sem enn kraumar í­ samfélaginu (og fer vaxandi ef eitthvað er).
Svo legg ég til að Hrannar B. Arnarsson og Benedikt Stefánsson segi afsér sem aðstoðarmenn ráðherra.