Allt annað lí­f í­ Spa

Mikið var nú skemmtilegra að horfa á formúluna í­ Spa um helgina en keppnina í­ Valencia helgina áður. í Spa var nóg um frammúrakstur og mikil keppni um nánast öll sæti. Mér fannst frábært hjá Raikkonen að ná að vinna þetta þó óneitanlega hefði verið gaman að sjá Force India landa sigri. Mér finnst einkenna tí­mabilið í­ ár hvað nýju „litlu“ liðin eru að ná góðum árangri, s.s. Brawn, Red Bull, Force India, en stóru og/eða gömlu liðin standa sig illa, s.s. MacLaren, Ferrari, Toyota, BMW, Renault, Williams. Toro Rosso er svo sér kapí­tuli út af fyrir sig. MacLaren og Ferrari hafi reyndar bætt sig gí­furlega í­ sí­ðustu mótum enda ekki von á að þau lægju í­ láginni lengi.
Enn held ég að forskot Button sé það mikið að hann nái að sigra í­ ár. Þeir sem koma næstir, Vettel og Barrichello, eru það langt á eftir að þeir þurfa að vinna mót og skilja Button eftir til að ná honum. Eins og er eru Raikkonen og Hamilton lí­klegir til að koma í­ veg fyrir það þó Vettel og Barrichello nái e.t.v. að vinna einhver mót. Það nægir Button að vera ekki of langt á eftir þeim til að halda forskotinu til enda.
Hins vegar lí­tur allt út fyrir mjög spennandi tí­mabili næsta ár, jafnvel jafn spennandi og skemmtilegu og í­ ár.