Samsæriskenning

Ég er að hugsa um að skella hér fram samsæriskenningu. Hún á ýmislegt sameiginlegt með öðrum samsæriskenningum, s.s. að vera óstudd rökum með öllu og byggja á afar hæpnum forsendum en ég læt nú samt vaða. Auk 1.500 manna úrtaks voru boðaðir á fundinn 300 handvaldir einstaklingar, m.a. fulltrúar stofnana, hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka (þó virðist …

Er gagnrýnin hugsun aftur litin hornauga?

Eins og kom fram í­ sí­ðustu færslu hef ég ákveðnar efasemdir um Þjóðfundinn. Hef meira að segja verið sakaður um að drulla yfir hann. Þetta stafar einna helst að því­ að fyrstu niðurstöður og fréttir af fundinum benda til þess að um innantóma frasaritun hafi verið að ræða og vinnubrögð svipuð þeim og leiddu til …

„þjóðfundurinn“

Mér sýnist niðurstaða „þjóðfundarins“ helst vera ógurlega langur listi innantómra frasa. Á þetta að breyta einhverju í­ samfélaginu? Svo virðast frasarnir stangast á innbyrðis. Fundurinn virðist t.d. bæði álykta að Ísland eigi að vera í­ ESB og utan ESB. Algerlega gagnslaust að mí­nu mati og illa farið með fjármuni sem hefðu getað nýst annars staðar. …

Athugasemdir við fréttir

Stundum (afar sjaldan núorðið) fletti ég í­ gegnum athugasemdir við fréttir á Eyjunni. Þá fyllist ég depurð. Yfirleitt eru um 90% þessara athugasemda skrifuð af gersamlega heiladauðu fólki (eða sérstökum ní­ðkommentörum sem sitja allan daginn í­ kjallaranum í­ Valhöll og spúa sí­nu niðurrí­fandi galli yfir samfélagið). Það vekur þó von að það er alltaf ein …

Afskriftir

Ég þurfti að fá greiðsludreifingu á visa-reikningnum um mánaðarmótin. Skrýtið að þegar ég bauðst til að borga u.þ.b. þrjá fjórðu af reikningnum og spurði hvort ég fengi afganginn ekki afskrifaðan þá var ekkert tekið sérstaklega vel í­ það.