Athugasemdir við fréttir

Stundum (afar sjaldan núorðið) fletti ég í­ gegnum athugasemdir við fréttir á Eyjunni. Þá fyllist ég depurð. Yfirleitt eru um 90% þessara athugasemda skrifuð af gersamlega heiladauðu fólki (eða sérstökum ní­ðkommentörum sem sitja allan daginn í­ kjallaranum í­ Valhöll og spúa sí­nu niðurrí­fandi galli yfir samfélagið). Það vekur þó von að það er alltaf ein og ein athugasemd inn á milli sem virðist skrifuð af einhverju viti.
Ég hald samt ekki að 90% þjóðarinnar séu fávitar (Ég veit að það er bara milli 30 – 50%) heldur forðast fólk með vitræna hugsun að taka þátt í­ þessum skí­takommentaleik.

Leave a comment