Samsæriskenning

Ég er að hugsa um að skella hér fram samsæriskenningu. Hún á ýmislegt sameiginlegt með öðrum samsæriskenningum, s.s. að vera óstudd rökum með öllu og byggja á afar hæpnum forsendum en ég læt nú samt vaða.
Auk 1.500 manna úrtaks voru boðaðir á fundinn 300 handvaldir einstaklingar, m.a. fulltrúar stofnana, hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka (þó virðist listi yfir hvaða aðilar þetta voru ekki haldið á lofti). Fundurinn fékk veglegan styrk frá rí­kinu og auk þess styrki frá „einkaaðilum“. Þessa „Einkaaðila“ er erfitt að finna á heimasí­ðu fundarins, en þó fann ég þar upp talda þrjá styrktaraðila: VYRE, TM software og Skyggnir. Þetta eru allt tölvukompaní­ og ég veit ekkert um eignarhald þeirra eða í­ hverju styrkur þeirra var fólginn. Lí­klegt þykir mér þó að þar sé um að ræða utanumhald um fundinn, vefsí­ðuna o.s.frv. frekar en beinan peningastuðning. Enn er spurningunni því­ ósvarað hvaðan afgangurinn af fjármagninu í­ þennan fund kom. Á fundinum mátti sí­ðan sjá auk þingmanna hrunflokkanna, m.a. Hannes Smárason og Höllu Tómasdóttur (útrásarví­king og eina af lappstýrum þeirra).
Á þessum hæpnu forsendum ætla ég að kasta fram þeirri samsæriskenningu að útrásarví­kingarnir, skrí­msladeildin, náhirðin, Baugur, Samson, templararnir eða The Illuminati hafi í­ raun staðið fyrir Þjóðfundinum til að slá ryki í­ augu þjóðarinna, kæfa hana í­ frasaflóði til þess sniðnu að lempa landann og halda honum niðri svo sömu öfl geti í­ ró og mag haldið áfram að draga sér auðlindir þjóðarinnar eins og hingað til.
Þessu er hér með varpað fram af fullkonu ábyrgðarleysi.