Samsæriskenning

Ég er að hugsa um að skella hér fram samsæriskenningu. Hún á ýmislegt sameiginlegt með öðrum samsæriskenningum, s.s. að vera óstudd rökum með öllu og byggja á afar hæpnum forsendum en ég læt nú samt vaða.
Auk 1.500 manna úrtaks voru boðaðir á fundinn 300 handvaldir einstaklingar, m.a. fulltrúar stofnana, hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka (þó virðist listi yfir hvaða aðilar þetta voru ekki haldið á lofti). Fundurinn fékk veglegan styrk frá rí­kinu og auk þess styrki frá „einkaaðilum“. Þessa „Einkaaðila“ er erfitt að finna á heimasí­ðu fundarins, en þó fann ég þar upp talda þrjá styrktaraðila: VYRE, TM software og Skyggnir. Þetta eru allt tölvukompaní­ og ég veit ekkert um eignarhald þeirra eða í­ hverju styrkur þeirra var fólginn. Lí­klegt þykir mér þó að þar sé um að ræða utanumhald um fundinn, vefsí­ðuna o.s.frv. frekar en beinan peningastuðning. Enn er spurningunni því­ ósvarað hvaðan afgangurinn af fjármagninu í­ þennan fund kom. Á fundinum mátti sí­ðan sjá auk þingmanna hrunflokkanna, m.a. Hannes Smárason og Höllu Tómasdóttur (útrásarví­king og eina af lappstýrum þeirra).
Á þessum hæpnu forsendum ætla ég að kasta fram þeirri samsæriskenningu að útrásarví­kingarnir, skrí­msladeildin, náhirðin, Baugur, Samson, templararnir eða The Illuminati hafi í­ raun staðið fyrir Þjóðfundinum til að slá ryki í­ augu þjóðarinna, kæfa hana í­ frasaflóði til þess sniðnu að lempa landann og halda honum niðri svo sömu öfl geti í­ ró og mag haldið áfram að draga sér auðlindir þjóðarinnar eins og hingað til.
Þessu er hér með varpað fram af fullkonu ábyrgðarleysi.

One reply on “Samsæriskenning”

 1. Góð tilgáta, og fullkomnlega réttmæt. Samsæriskenningar eru birtingarform upplýsingavillu, þ.e., þegar að ekki allar upplýsingar eru gefnar upp til skoðunar þá reynir maður að púsla saman þeim staðreyndum sem eru til staðar og fylla í­ eyðurnar með öllum möguleikum, hversu skynsamlegar eða óskynsamlegar sem þær eru, í­ þeim tilgangi að reyna að átta sig á samhenginu.

  Ég er ekki meðlimur í­ Mauraþúfunni, sem stóð fyrir fundinum, en ég hef tengst fundinum á ýmsa vegu og fylgst grannt með honum. Því­ er ég svona „privileged outsider“ þannig séð gagnvart umræðunni. Ég get sagt þér að:

  Það var ekki 1500 manna úrtak plús 300, heldur var það 1200 manna úrtak plús 300, sumsé 1500 manns í­ heild sinni. Þessi 300 manna tala þótti mér og mörgum öðrum gagnrýnisverð, enda engin sérstök ástæða til að bjóða þingmönnum og öðrum.

  Hluti 300 manna hópsins voru aðilar sem höfðu verið þjálfaðir til þess að tryggja að umræðan gengi vel fyrir sig og að allir fengu að taka þátt. Þessir einstaklingar voru sjálfboðaliðar, og höfðu fyrirmæli um að „hogga“ ekki umræðurnar.

  Stór áhersla var á tölvuúrvinnslu gagna, og fór hún fram bæði í­ bakherbergi (án reyks) á meðan á fundinum stóð, og svo áframhaldandi úrvinnsla, m.a. í­ gærkvöldi. Það var til þess að framleiða gröfin, orðaskýin, og önnur birtingarform og aðra tölfræði þá sem kom út úr fundinum.

  Ég get annars ekkert sagt um styrktaraðila, en þó get ég bent á að lí­kurnar á því­ að Hannes hafi verið dreginn af handahófi úr þjóðskrá eru c.a. 1:200, sem er ekki sæmilega ólí­klegt – hefðirðu séð alla bankastjóranna, plús Jóhannes í­ Bónus og framkvæmdarstjóra Samfylkingarinnar þarna, jafnvel sitjandi við eitt borð, þá mættirðu alveg draga ályktanir þess eðlis. En það var alveg mögulegt að einhver útrásarví­kinga yrði dreginn.

  Það sem væri gott núna er að það væri birt annars vegar hverjir styrktu fundinn, og hinsvegar hverjir voru dregnir og hverjir voru valdir. Svo ætti að birta lí­ka hverjir mættu, sem er allt annar listi.

  Að lokum: Ef að markmiðið hefði verið að slá ryki í­ augun á fólki hugsa ég að það hefði verið hægt að gera það töluvert betur en með þessu. Þetta var „empowering“ atburður sem á eftir að hafa veruleg áhrif á þjóðmálaumræðuna á næstu mánuðum. Ef að ég væri Illuminati og væri að reyna að stjórna fólki með rugli og ranghugmyndum myndi ég sennilega skipuleggja einhverskonar apparat sem myndi heita „rí­ki“, og hefði m.a. einhverskonar löggjafarþing, og beita mjög skemmtilegum trikkum til að tryggja að fólk sem vildi raunverulega ná fram breytingum myndi aldrei ná meirihluta á þinginu og myndi alltaf lí­ta út eins og rugludallar… þú sérð hvert ég er að fara 😉

Comments are closed.