Núna veður Magma-málið uppi og allir hafa mjög sterkar skoðanir. Samfylkingin svíkur hugsjónir sínar fyrir peninga eins og vanalega. Ekkert nýtt að frétta af þeim bænum! Sjallar og Framsókn enn til í að selja auðvaldinu auðlindirnar sem fyrr (skiptir þá engu hvort auðvaldið er íslenskt eða erlent). Bara Hreyfingin og VG sem malda í móinn. …
Monthly Archives: júlí 2010
Siglufjörður skoðaður
Allt fram að síðustu helgi hafði ég aldrei farið til Siglufjarðar. Því var ákveðið að halda í dagsferð með fjölskylduna og taka smá menningarrúnt í Skagafjörðinn í leiðinni. Eldsnemma um morguninn, klukkan 8:00, var því lagt af stað og Glaumbær í Skagafirði skoðaður. Þetta er víst torfríkasti bær landsins! Verð að segja eins og er …
2. (- 4.) sæti í úrsláttarkeppni
Einhvernvegin finnst mér að í úrsláttarkeppni sé ekki hægt að keppa um annað sæti en það fyrsta. Hver veit, kannski tapaði næstbesta liðið fyrir því besta strax í 16 liða úrslitum? Ég man að ein besta ræðukeppni sem ég tók þátt í var gegn Mí í 8 liða úrslitum í MORFíS (man ekki hvaða ár …
Bannað börnum
Núna eftir að ég kom af leikstjórnarnámskeiðinu er hópur fólks úr Freyvangsleikhúsinu byrjað að undirbúa verkefni haustsins. Síðasta haust lögðum við af stað í fyrsta skipti með svo kallað haustverkefni og settum þá upp Memento Mori. Núna ætlum við að fara aðra leið og semja verk sjálf. Það er því búið að setja saman dálítinn …
Þekking numin að fótum Þalíu
12. – 20. júní var ég í leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga á Húnavöllum. Það var alveg ótrúlega gaman og ég skrópaði bara tvisvar í morgunleikfimina og hafði góða afsökun í bæði skipti. í fyrra skiptið vegna þess að ég svaf yfir mig og í seinna skiptið vegna þess að ég þurfti að taka til í …
Um gengistryggð lán
Það væri rangt að segja að deilurnar um gengistryggðu lánin séu einfaldar. Þó finnst mér hvoru tveggja sem nú er í umræðunni, þ.e. að samningarnir fyrir utan gengistrygginguna standi og að nú eigi að fara að borga eftir vöxtum seðlabankans, vart geta staðist. í mínum huga lítur þetta þannig út að önnur af tveimur forsendum …
Langt síðan síðast
Ég hef ekki bloggað síðan 4. desember. Núna er ég hins vegar kominn í sumarfrí og aldrei að vita nema ég láti eitthvað í mér heyra. Jibbý. Ég ætla samt ekkert að stefna að því að vera jafn afkastamikill og þessar helstu stjörnur; Jónas og Jenný. Ég vil taka það fram að ég tengi á …