2. (- 4.) sæti í­ úrsláttarkeppni

Einhvernvegin finnst mér að í­ úrsláttarkeppni sé ekki hægt að keppa um annað sæti en það fyrsta. Hver veit, kannski tapaði næstbesta liðið fyrir því­ besta strax í­ 16 liða úrslitum?
Ég man að ein besta ræðukeppni sem ég tók þátt í­ var gegn Mí í­ 8 liða úrslitum í­ MORFíS (man ekki hvaða ár það var). Við rétt mörðum þá keppni og lí­klega hefði Mí allt eins getað unnið (þó ég haldi að við höfum verið betri). í næstu umferð minnir mig að við höfum tapað gegn FG og verið mun verri. Hins vegar held ég að FG hefði tapað bæði gegn okkur og Mí í­ því­ stuði sem við vorum í­ í­ umferðinni á undan. En í­ úrsláttarkeppni er ekki spurt um það heldur bara hvor er betri í­ það og það skiptið. Ég held að FG hafi sí­ðan keppt við MH í­ úrslitum og unnið og MH þannig fengið annað sætið. En þýðir það að MH hafi verið með næstbesta liðið í­ keppninni? Það er mér til efs. FG var án vafa best enda náðu þeir að sigra í­ fjórum keppnum í­ röð en ég held að það hafi verið útilokað að ákvarða hvaða lið átti að vera í­ öðru sæti. Við, MH, Mí eða jafnvel eitthvað annað lið sem hafði tapað gegn FG fyrr?
Þess vegna finnst mér keppni um 3. sætið á HM út í­ hött og jafn fáranlegt að liðið sem tapi úrslitaleiknum lendi í­ 2. sæti. í úrsláttarkeppni er bara eitt sæti; það fyrsta.