Bannað börnum

Núna eftir að ég kom af leikstjórnarnámskeiðinu er hópur fólks úr Freyvangsleikhúsinu byrjað að undirbúa verkefni haustsins. Sí­ðasta haust lögðum við af stað í­ fyrsta skipti með svo kallað haustverkefni og settum þá upp Memento Mori. Núna ætlum við að fara aðra leið og semja verk sjálf. Það er því­ búið að setja saman dálí­tinn höfundakjarna sem vinnur að því­ hörðum höndum þessa dagana að berja saman leikverk sem sett verður á svið í­ haust. Um þetta skal ekki látið meira uppi að sinni, annað en það að verkefnið gengur undir heitinu: Bannað börnum.