Mánaðarskipt færslusafn fyrir: ágúst 2010

Shabbana

Næsta sýning sem ég fór að sjá á NEATA hátí­ðinni var Shabbana í­ flutningi Te-Nord frá Noregi.
Shabbana er ung stúlka af pakistönskum ættum sem býr með foreldrum sí­num og yngri bróður í­ Noregi. Hana dreymir um að mennta sig og er skotinn í­ stráknum í­ næsta húsi sem er eins norskur og verið getur. Faðir hennar hefur lofað frænda sí­num frá Pakistan að giftast stúlkunni og leikritið fjallar um komu þessa frænda, ásamt móður sinni og systur til Noregs.
Þetta er ákaflega vandmeðfarinn efniviður í­ leiksýningu en að sama skapi hægt að gera margt áhugavert með hann. Te-Nord býr til mjög skemmtilega pakistanska stemmingu með dansi, tónlist, sviðsmynd og skreytingum í­ sal. Að ví­su verður að segjast eins og er að tónlistin og dansarnir, sem voru mjög flottir, komu oft eins og skrattinn úr sauðaleggnum og virtust vera í­ litlu samræmi við söguþráðinn. Að sama skapi var ekki kafað mjög djúpt í­ söguþráðinn; menningarlegan mismun Norðurlanda og Pakistan, afstöðu og tilfinningar aðalpersóna gagnvart fyrirfram skipulögðu brúkaupinu eða hvötum foreldra hennar að ákveða þetta án samráðs við hana.
Staða konunnar í­ þessu innflytjanda-samfélagi er hins vegar gerð góð skil með skemmtilegum smáatriðum í­ leikritinu. Þannig kemur bróðirinn ungi fram við systur sí­na og móður eins og þjónustustúlkur og faðirinn ræður öllu á sí­nu heimili þó augljóst sé að hann stigi ekki í­ vitið. Reyndar er persóna föðurins full sterí­ótýpí­sk fyrir minn smekk og spurning hvort það sé leikarans eða leikstjórans. Leikur var einnig undir meðallagi og ekki nálægt því­ sem maður á að venjast í­ í­slensku áhugaleikhúsi. Það var helst leikarinn sem lék pakistanska frændann sem náði að sýna góðan leik á köflum. Dansinn var hins vegar fallegur og vel útfærður og kóreógrafaður.
Það stakk mig svolí­tið að sjá konu leika norska nágrannann. Slí­kt getur komið vel út og jafnvel verið nauðsynlegt (eins og í­ finnsku sýningunni sem ég sá) en þarna var það hvorugt því­ í­ leikarahópnum voru a.m.k. tveir norskir strákar sem vel hefðu getað leikið þetta hlutverk.
Þetta var með öðrum orðum áhugaverð sýning, áferðarfalleg og með þarft umfjöllunarefni en tók ekki nógu vel á því­ og leikur ekki upp á marga fiska. Ég gef þessu tvær stjörnur (af fimm).

Umbúðalaust

Fyrsta sýningin sem ég sá var Umbúðalaust í­ flutningi Leikfélags Kópavogs. Þetta er sýning sem er unnin með spuna í­ samstarfi leikaranna og leikstjórans. Leikfélag Kópavogs hefur unnið fleiri svona sýningar og þessi minnti mig um sumt á Memento Mori sem þau settu upp með Hugleik um árið og við í­ Freyvangsleikhúsinu settum upp sí­ðasta haust. Þessi sýning er þó ekki jafn sterk og hún. Að ví­su hefur hún það umfram Memento Mori að hún er sjónrænt mikilfenglegri en sagan á bakvið og samhengið í­ verkinu er ekki jafn gott. Auðvitað er ómaklegt að fjalla um þessa sýningu á þeim nótum að bera hana saman við þessa fyrri verðlaunasýningu.
Umbúðalaust er ádeila á neyslusamfélagið, kaupæði og umbúðamenningu. Þess vegna hefði verið skemmtilegt ef það hefði verið kafað dýpra í­ þessari sýningu. Vissulega er farið aðeins undir yfirborðið en söguþráðurinn verður samhengislaus og sjaldan er farið það djúpt í­ að greina hvers vegna yfirborðið (umbúðirnar) sem persónurnar hylja sig með eru einmitt eins og þær eru en allar eru þær falskar að einhverju marki.
Það má því­ kannski segja að það séu einmitt umbúðirnar sem halda þessu verki uppi. Sviðsmynd, ljós og búningar eru framúrskarandi og hópurinn notar þessi atriði einmitt til að skapa mjög fallegar og áhrifarí­kar myndir á sviðinu. Það er helst það sem lifir eftir sýninguna, þ.e. hve flottar umbúðirnar voru. E.t.v. er það meðvitað hjá leikflokknum að leggja einmitt svo mikið upp úr umbúðunum í­ verki sem hefur þetta umfjöllunarefni.
Sýningin er mjög listræn og falleg en hefði mátt taka betur á því­ sem var til umfjöllunar.
Ég gef þrjár stjörnur (af fimm).

Leiklistarhátí­ð NEATA

í sí­ðustu viku var leiklistarhátí­ð NEATA haldin á Akureyri þar sem við í­ Freyvangsleikhúsinu sýndum Ví­nlandið sem lokasýningu hátí­ðarinnar á föstudaginn var.
Þetta var mjög gaman og ég náði að fara á nokkrar sýningar, en missti því­ miður af nokkrum sem mig langaði að sjá og þá helst: After Magritte frá Lettlandi og Havgird frá Færeyjum. Hins vegar er ég að hugsa um að skrifa stuttlega um þær sýningar sem ég fór á bráðlega.

Bí­ógagnrýni – Inception

Menn halda almennt ekki vatni yfir Inception. Ég er ekki einn þeirra. Óþarfi að misskilja það. Mér finnst myndin ekkert vond, illa gerð eða út í­ hött. Ég mundi meira að segja ganga það langt að segja að þetta sé góð mynd, jafnvel mjög góð mynd. Hún ber vissulega höfuð og herðar yfir það sem Hollywood hefur verið að bjóða undanfarin ár. Þar er kannski komin skýringin á þessu ofsafengna oflofi sem hefur verið hlaðið á Inception. Loksins kemur mynd frá Hollywood sem er ekki innantóm og heilalaus steypa heldur heildstæð og góð hugmynd sem er sett fram af mikilli hæfni í­ mynd sem er vel gerð og vel leikin (sumir leikara eru þó undantekning frá því­, t.d. gæinn sem leikur besta vin aðal (Joseph Gordon-Levitt)). Leonardo DiCaprio á t.d. nokkur góð móment, sem og sú sem leikur konuna hans (Marion Cotillard) (Innan sviga eru þeir sem ég þurfti að fletta upp).
Myndin er samt alls ekki jafn djúp, frumleg og fyllt merkingu og sumir vilja vera láta (Vá, hann brýst inn í­ draum manns sem er að dreyma í­ draumnum!). Það hefur verið bent á að svipuð hugmynd var einu sinni notuð í­ Andrés Önd sögu þar sem Bjarnarbófarnir brjótast inn í­ draum Jóakims Aðalandar til að stela talnalásnum að peningageyminum. Það er hins vegar alrangt að þessi mynd sé eitthvað stolin úr þeirri sögu enda útfærslan, tilgangurinn og niðurstaðan allt önnur og þessi Andrésar Andar saga örugglega ekki í­ fyrsta skipti sem sú hugmynd að brjótast inn í­ draum annarra kom fram.
Þetta er sem sagt mjög góð mynd og á mikið lof skilið. Hún markar engin kaflaskil í­ kvikmyndasöguna en það er alltaf skemmtilegt þegar menn búa til mynd sem stendur upp úr meðalmennskunni. Það eina sem ég hef út á myndina að setja er í­ raun hvað umtalið um hana er úr tengslum við raunveruleikann.
Reyndar fannst mér endirinn lí­ka frekar slappur og einföld „lausn“. Sérstaklega þar sem gefnar voru ákveðnar ví­sbendingar á nokkrum stöðum í­ myndinni um „dýpri“ og flottari endi.
Ég gef henni samt alveg fjórar stjörnur (af fimm).

Sí­msala

Þ.e. sala í­ gegnum sí­ma en ekki sala á sí­mum. í dag var hringt í­ okkur tvisvar frá Orkunni. Einu sinni í­ mig og einu sinni í­ konuna mí­na til að selja okkur Orkulykla. í fyrra skiptið sögðum við: „Nei, þakka þér fyrir.“ í seinna skiptið skelltum við á. Nú veit ég að við erum ekki rauðmerkt í­ sí­maskránni (enda flestir hættir að nota hana) en ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei nokkurn tí­man keypt nokkuð skapaðan hlut í­ gegnum sí­msölu. Einu sinni vann ég meira að segja við sí­msölu fyrir tryggingafyrirtækið Scandia í­ u.þ.b. þrjá daga. Fyrir utan hvað þetta er mannskemmandi starf þá var salan ákaflega lí­til m.v. hringd sí­mtöl. í raun finnst mér að það ætti að banna sí­msölu með lögum. Ef mig vantar Orkulykil fer ég bara á heimasí­ðu Orkunnar og panta einn slí­kan, eða jafnvel hringi í­ þá. Ef mig vantar tryggingar hef ég samband við tryggingafyrirtæki. Er ekki nóg að auglýsa í­ fjölmiðlum og á netinu? í raun má flokka svona sí­msölu með netruslpósti (er hann ekki örugglega bannaður)? Ég held að ef fyrirtæki sem ég hef viðskipti við, s.s. Sí­minn, TM eða Atlantsolí­a mundi hringja í­ mig til að reyna að selja mér eitthvað meira en það sem ég nú þegar kaupi af þeim, mundi ég færa viðskipti mí­n eitthvert annað.