Sí­msala

Þ.e. sala í­ gegnum sí­ma en ekki sala á sí­mum. í dag var hringt í­ okkur tvisvar frá Orkunni. Einu sinni í­ mig og einu sinni í­ konuna mí­na til að selja okkur Orkulykla. í fyrra skiptið sögðum við: „Nei, þakka þér fyrir.“ í seinna skiptið skelltum við á. Nú veit ég að við erum ekki rauðmerkt í­ sí­maskránni (enda flestir hættir að nota hana) en ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei nokkurn tí­man keypt nokkuð skapaðan hlut í­ gegnum sí­msölu. Einu sinni vann ég meira að segja við sí­msölu fyrir tryggingafyrirtækið Scandia í­ u.þ.b. þrjá daga. Fyrir utan hvað þetta er mannskemmandi starf þá var salan ákaflega lí­til m.v. hringd sí­mtöl. í raun finnst mér að það ætti að banna sí­msölu með lögum. Ef mig vantar Orkulykil fer ég bara á heimasí­ðu Orkunnar og panta einn slí­kan, eða jafnvel hringi í­ þá. Ef mig vantar tryggingar hef ég samband við tryggingafyrirtæki. Er ekki nóg að auglýsa í­ fjölmiðlum og á netinu? í raun má flokka svona sí­msölu með netruslpósti (er hann ekki örugglega bannaður)? Ég held að ef fyrirtæki sem ég hef viðskipti við, s.s. Sí­minn, TM eða Atlantsolí­a mundi hringja í­ mig til að reyna að selja mér eitthvað meira en það sem ég nú þegar kaupi af þeim, mundi ég færa viðskipti mí­n eitthvert annað.

5 replies on “Sí­msala”

  1. Sí­masala er tæpast ólögleg þar sem þjóðskrá hagnast á að selja fyrirtækjum upplýsingar um þig, t.d. sí­manúmerið þitt. Það er eitt af skilgreindum hlutverkum hennar. Þess vegna þarftu að sækja um bannmerkingu í­ þjóðskrá.

    Á móti er einmitt gagnslaust að merkja sig í­ sí­maskránni þar sem fyrirtæki mega ekki sækja persónuupplýsingar annað en til þjóðskrár.

  2. Arngrí­mur, dettur þér í­ hug að fyrirtæki fari eftir því­ hvað þau mega og hvað ekki, í­ sambandi við svona dót? Er sí­manúmerið okkar virkilega skráð í­ þjóðskrána? mér finnst það afskaplega undarlegt. Hlýtur þá að vera samtengt við sí­maskrána, þar sem sí­manúmer eru hlutur sem getur tekið frekar ört breytingum.

    Ég er bæði rauðmerkt í­ sí­maskrá (það kemur lí­ka fram á jápunkturis) og í­ þjóðskrá, enda fæ ég mjög sjaldan svona sí­mtöl. Kemur þó fyrir, aðallega frá bankanum að reyna að troða meiri „þjónustu“ upp á mann. Ég hvessi mig iðulega við grey fólkið og fæ oftast afsökunarbeiðni og loforð um að ég verði tekin út af lista fyrirtækisins sem það vinnur fyrir.

  3. Auðvitað dettur mér ekki í­ hug að fyrirtæki fylgi þessu. Ég er að segja að sí­maskráin bí­tti ekki diff. Þjóðskrá hefur það hlutverk skv. lögum að selja þessar upplýsingar og það var það sem ég vildi segja.

Comments are closed.