Sí­msala

Þ.e. sala í­ gegnum sí­ma en ekki sala á sí­mum. í dag var hringt í­ okkur tvisvar frá Orkunni. Einu sinni í­ mig og einu sinni í­ konuna mí­na til að selja okkur Orkulykla. í fyrra skiptið sögðum við: „Nei, þakka þér fyrir.“ í seinna skiptið skelltum við á. Nú veit ég að við erum ekki rauðmerkt í­ sí­maskránni (enda flestir hættir að nota hana) en ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei nokkurn tí­man keypt nokkuð skapaðan hlut í­ gegnum sí­msölu. Einu sinni vann ég meira að segja við sí­msölu fyrir tryggingafyrirtækið Scandia í­ u.þ.b. þrjá daga. Fyrir utan hvað þetta er mannskemmandi starf þá var salan ákaflega lí­til m.v. hringd sí­mtöl. í raun finnst mér að það ætti að banna sí­msölu með lögum. Ef mig vantar Orkulykil fer ég bara á heimasí­ðu Orkunnar og panta einn slí­kan, eða jafnvel hringi í­ þá. Ef mig vantar tryggingar hef ég samband við tryggingafyrirtæki. Er ekki nóg að auglýsa í­ fjölmiðlum og á netinu? í raun má flokka svona sí­msölu með netruslpósti (er hann ekki örugglega bannaður)? Ég held að ef fyrirtæki sem ég hef viðskipti við, s.s. Sí­minn, TM eða Atlantsolí­a mundi hringja í­ mig til að reyna að selja mér eitthvað meira en það sem ég nú þegar kaupi af þeim, mundi ég færa viðskipti mí­n eitthvert annað.