Seleb á stjórnlagaþingi

Svo fór sem við var að búast að fræga liðið hafði það forskot á almenning sem dugði því­ (flestu) til að komast inn á stjórnlagaþingið. Að því­ sögðu vil ég taka fram að ég er ekki einn af þeim sem dæmi fólk vanhæft bara vegna þess að það er frægt. í raun treysti ég meirihluta þessara fulltrúa fullkomlega til að semja ágætis stjórnaskrá. Já, meira að segja Ingu Lind Karlsdóttur. Það eru hins vegar einstaklingar þarna inni sem ég tel óheiðarlega, lygna (a.m.k. einn) og beinlí­nis illa innrætta.
Það veldur mér nokkrum áhyggjum hvað fólk sem tekið hefur þá afstöðu að sérákvæði eigi að vera um þjóðkirkju í­ stjórnarskrá er fjölmennt (en þó í­ minnihluta). Mí­n skoðun er sú að stjórnarskrá eigi að tryggja jafnræði og jafnrétti allra trúarbragða.
Að því­ sögðu sýnist mér að þau málefni sem ég hef mestar áhyggjur af, s.s. tryggur aðskilnaður framkvæmda-, dóms- og löggjafarvalds, trygg mannréttindaákvæði, ákvæði um náttúruauðlindir og takmörk á tí­malegd setu manna í­ valdastöðum geti leyst farsællega í­ meðförum þessa hóps (eða svona u.þ.b. 20 þeirra).
í heildina er ég því­ ekkert of ósáttur við útkomuna. Þau seleb sem komust inn (of mörg) eru nánast öll að því­ er mér sýnist hið vænsta fólks (ekki viss um að lygalaupurinn óheiðarlegi geti talist sem seleb).