Ég er viss um að það er mjög gott fyrir menningar- og tónlistarlífið í Reykjavík að fá svona hús og þó ég haldi að salirnir séu líklega of stórir fyrir svona litla borg þá á það bara eftir að koma í ljós hvort þeir verða alltaf hálf tómir eða ekki.
Hins vegar verð ég að segja eins og er að þetta hús er alger hörmung þegar inn er komið. Allir veggir svartir og djúpir og dimmir gilskorningar sem skera það. Þetta var drungalegt um hásumar! Hvernig ætli það sé að vetri til? í alvöru talað, í þrengstu gilunum (sem eru þröng m.v. stærð hússins) sá maður varla handa sinna skil. Maður verður deprímeraður af því að vera þarna inni, en mér skilst að það sé skárra inni í sölunum.
Þetta loft hefði frekar átt heima í Hollywood í gamla daga eða Goldfinger í dag. Ekki í menningarhúsi Reykjavíkur! Fyrir utan að það kemur í veg fyrir að nokkur birta berist inn í húsið ofan frá sem er enn til að auka á drungann.
S.s. alveg skelfilegur arkítektúr og viðbjóðslega ógeðslegt (nema e.t.v. séð að utan). Þetta hús vekur samt alltaf hjá mér ónotakennd þegar ég sé það því ég get ekki að því gert að hugsa um allan fjárausturinn sem fór í þetta. íkvörðun ríkisstjórnarinnar að halda áfram með þetta monstrosity eftir hrun er mér óskiljanleg! Hefði að mínu mati verið skynsamlegra að fara með jarðýtu yfir allt draslið og jafna það við jörðu. Skynsamlegast hefði þó líklega verið að breyta teikningum í takt við tíðarandann, slaufa glerhjúpnum og reyna að klára þetta á eins ódýran hátt og mögulegt var.
Það var því miður ekki gert og því stendur þetta hús þarna sem minnisvarði um klikkunina sem var í gangi í samfélaginu og ég efast ekki um að rekstrarkostnaðurinn á eftir að verða ærinn. En það skelfilegasta er þó þetta loft.