Ný stjórnarskrá 1 – Aðfaraorð

Kaflinn Aðfaraorð í­ nýju stjórnarskránni er ekki langur. Þó svo að það sé hægt að lesa hann hér ætla ég samt að birta hann í­ heild sinni:

AíFARAORí

Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólí­kur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.

Ísland er frjálst og fullvalda rí­ki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum.

Stjórnvöld skulu vinna að velferð í­búa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlí­fs, lands og lí­frí­kis.

Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni.

í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórnarskrá, æðstu lög landsins, sem öllum ber að virða.

Sko, tekur ekki langan tí­ma að lesa þetta. Svona aðfaraorð, stefnulýsingar, yfirmarkmið, sýn eða hvað menn vilja kalla þetta er yfirleitt merkingarlaust, sbr. langan fund undir nafninu Þjóðfundur (sá fyrri) hvers eina afurð var langur listi innantómra orða sem áttu að vera þau gildi sem væru Íslendingum mikilvægust.
Það sama má að vissu leyti segja um þessi aðfaraorð, þarna er að finna ýmislegt sem engu máli skiptir, s.s. „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð.“ en ekki hvað? Þarf að setja svona selvfölgeligheder í­ orð? Skiptir það einhverju máli?
Svo eru þarna lí­ka fallegar upptalningar eins og: „arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. … frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi … friðsæld, öryggi, heill og hamingju„. Ég ætla að vona að það hafi ekki farið langur tí­mi í­ að ræða nákvæmlega hvaða orð ættu heima þarna. Því­ það er mjög auðvelt að búa til svona fallegar upptalningar sem allir hljóta að vera sammála, sbr. „Öllum er mikilvægt að njóta kærleika, trausts og viðurkenningar.“ Ætlar einhver að neita því­? Ég hefði samt getað valið mörg önnur orð í­ staðinn, s.s. öryggis, umhyggju og velferðar. Svona upptalningar eru nefnilega yfirleitt fallegar en tilgangslausar, hafa lí­tið sem ekkert að segja eða bæta við það sem er til umfjöllunar, eru í­ raun innihaldslaus froða.
Samt má ekki skilja mig sem svo að mér finnist þessi aðfaraorð léleg. Ég sé bara ekki tilganginn með þeim. Nema reyndar tveimur málsgreinum sem mér finnast svo flottar og merkilegar að þær einar réttlæta í­ raun fyrir mér þennan aðfaraorðakafla. Það eru þessar málsgreinar:

Stjórnvöld skulu vinna að velferð í­búa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlí­fs, lands og lí­frí­kis.

Við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni.

Og hvað finnst mér svona merkilegt við þessar málsgreinar? Jú, þær skilgreina hlutverk stjórnvalda bæði í­ innanrí­kis- og utanrí­kismálum. Stjórnvöld eiga að vinna að velferð í­búanna. Það er hlutverk þeirra og það skulu þau gera. Allt sem brýtur í­ bága við það væri í­ raun stjórnarskrárbrot. Afgangurinn af upptalningunni er raunar undir sömu sök seldur og það sem frá var greint að ofan. Þar hefði verið hægt að setja margt sem allir gætu skrifað undir og þetta sem er þar er eflaust ekkert verra en margt annað sem gæti verið þar.
Hin málsgreinin er svo jafn frábær. Stjórnvöld eiga að vinna með öðrum þjóðum að friði! Það á að vera utanrí­kisstefna Íslands og eins og með velferð í­búanna í­ fyrri málsgreininni væri það stjórnarskrárbrot ef Ísland ynni einhvern tí­man gegn friði á alþjóðlegum vettvangi.
Persónulega hefði ég viljað sjá þessar tvær málsgreinar annars staðar í­ stjórnarskránni, t.d. meðal þeirra greina sem fjalla um hlutverk stjórnvalda, og sleppa þessum aðfaraorðakafla.
Niðurstaða: Óþarfa málskrúð sem hefur lí­tið að segja fyrir utan tvær málsgreinar sem eru svo magnaðar að þær einar réttlæta kaflann í­ heild sinni.