Ég held að sá misskilningur, að orðið gagnrýni þýði að rýna til gagns en ekki að rýna í gegnum, hafi skapað ástand þar sem raunveruleg gagnrýni er litin hornauga og álitin vera það sama og niðurrif, þ.e. ef þú hefur ekki eitthvað gott að segja um e-ð sé betra að þegja en að benda á hvað er athugavert. Raunveruleg gagnrýni er þannig álitin neikvæð og varhugaverð en gagnrýnislaus meðvirkni telst jákvæð og uppbyggileg og er jafnvel álitin vera „að rýna til gagns“. Þannig er andstæða hugtaksins gagnrýni talin vera gagnrýni en er í raun n.k. andgagnrýni.