109640614360024875

Þá er Hjálmar írnason búinn að upplýsa almenning um að menn hætta að vera einstaklingar þegar þeir komast á þing fyrir Framsóknarflokkinn og verða bara hluti af liðsheildinni. Dagný Jónsdóttir hafði reyndar upplýst um þetta áður en þá var almennt talið að um ungæði og reynsluleysi væri að ræða. Núna hefur sem sagt komið í­ ljós að þetta er mótuð stefna og þeim sem voga sér að hafa sí­na eigin skoðun skal úthýst frá þeim gæðum sem er í­ valdi flokksins að útdeila.
Einhvern veginn grunar mig að Sleggjan láti nú ekki bjóða sér þetta og yfirgefi liðsheildina fyrir fullt og fast. Mí­n spá er sú að hann gangi til liðs við Vinstri-græna eftir skamma veru utan þingflokka. Svo fær hann að leiða listann í­ Norðvesturkjördæmi í­ næstu kosningum og kemst inn. Lí­klega á kostnað Framsóknar sem sýnir enn frekar en áður hvað þeir eru gáfulegir í­ öllum sí­num ákvörðunum. Hefðu átt að dömpa honum korter fyrir kosningar eins og Páli Ped. Gaman, gaman.