Ég var ótrúlega duglegur í dag því þegar ég kom heim úr verkfallsmiðstöðinni skrúfaði ég allar dyr af hjörunum og málaði dyrakarmana. Svo fór ég aðra umferð núna áðan þó ég leyfði Gullu að mála tvo. Á morgun verður svo að fara þriðju og vonandi síðustu umferð yfir þetta.
Það var gaman að horfa á Haarde missa sig þegar ung kona vogaði sér að spyrja afhverju það væru bara karlar í einhverri nefnd sem hann skipaði. Hann var gersamleg á háa séinu út af því að þetta var bara tilviljun. Nei, Geir það hefði verið tilviljun ef það hefðu bara verið fjórar konur. Fjórir karlar, það er meira svona hugsunarleysi. Skipanir í nefndir eiga líka ekki að byggjast á tilviljunum. Sérstaklega ekki þegar ríkisstjórnir hafa sett sér jafnréttismarkmið. Þarna var Geir kominn í hlutverk gamla tímans í mynd gamals pirraðs karls sem skilur ekki hvað þessar konur eru að væla. Meira að segja farnar að fá að fara á þing og allt!
Össur segir Sjálfstæðismenn vera að notfæra sér kennaraverkfallið til að agitera fyrir einkavæðingu í menntakerfinu. Einhvernvegin finnst mér eins og þeir hafi alltaf agiterað fyrir einkavæðingu í menntakerfinu. Alvarlegra finnst mér að Samfylkingin virðist líka vera eitthvað svag fyrir þessum einkarekstri, líka í heilbrigðiskerfinu. Samt hafa samanburðarkannanir sýnt að þar sem einkarekstur er í heilbrigðis- og menntakerfinu er kostnaðurinn miklu meiri en þar sem þetta er ríkisrekið, þjóunustan misjafnari og réttindi fólks minni. Vonum að við föllum frá þessari vitleysu. Annars neyðist ég til að umbylta utanríkis-, varnar- og efnahagsstefnu Vinstri-grænna svo ég geti skipt um flokk. (Reyndar skipta um alla þingmenn þeirra nema einn líka). Ég er nefnilega frekar sáttur við stefnu þeirra í velferðar- og menntamálum.
Á morgun ætla ég svo líka að finna mér eitthvað djúsí málefni til að ræða um. Mér finnst ég vera búinn að blogga um hégóma svo lengi.