107066384177409666

Þá er Dagur farinn í­ útilegu með skátunum. Þeir fóru í­ einhvern skála hérna fyrir ofan Akureyri og við gömlu hjónin sitjum eftir með litla dýrið og hjartað í­ buxunum. Litli strákurinn bara farinn að fara í­ útilegur og allt (hann er 11 ára). Mikið held ég samt að við verðum fegin þegar við náum í­ hann á sunnudaginn og hann lí­klega lí­ka. Mikið er maður nú annars orðinn miðaldra. Með svona stálpaða krakka og hversdagslegar áhyggjur. Einhvern vegin hélt maður ekki að lí­fið yrði svona þegar maður var sautján. Þá var maður rebel og ætlaði aldeilis að gera eitthvað óvenjulegt í­ lí­finu. Skrifa djúpar og merkilegar bókmenntir, hafa áhrif á hugsanagang fólksins og vera merkilegur. Núna er nóg fyrir mann að hafa fyrir reikningunum um hver máðarmót og allt umfram það er bara lúxus. Ég komst lí­ka að því­ mér til skelfingar þegar ég var að lesa þetta blogg mitt yfir um daginn að ég er orðinn hálfgerður fasisti! Ekki ætlaði ég mér það þegar ég var ungur. Skrifaði samt lærða ritgerð um einelti þegar ég var í­ Kennaraháskólanum útfrá fasí­skum skýringum. Kannski þetta hafi allt saman byrjað þá? Annars held ég að ég sé ekki fasisti í­ raun og veru. Það er bara þetta aga- og virðingaleysi í­ kringum mann sem gerir mann dálí­tið pirraðan. Það er ekki bara í­ grunnskólunum. Ég leyfði krökkunum að hlusta á útvarpið um daginn meðan þau voru að vinna málfræðiæfingar. Þá var verið að gera at í­ stráki sem hafði verið tekinn á of miklum hraða og dagskrárgerðarmaðurinn þóttist vera lögreglan og var að segja stráknum að mæta og gefa skrýrslu næsta dag en strákurinn þvertók fyrir. Hann sagðist vera upptekinn og ekki geta komið. Það skipti engu hvernig það var útskýrt fyrir honum að þegar lögreglan kallaði á menn til skýrslutöku þá ættu þeir að mæta. Um dagin var lí­ka frétt í­ sjónvarpinu um slæma umgengni um skálana á Fimmvörðuhálsi, þannig að það eru ekki bara krakkar sem eru hættir að bera virðingu fyrir hlutum, að ekki sé nú talað um yfirvaldi. En núna er ég aftur farinn að hljóma eins og gamall kverúlant. Ég ætla að láta þetta nægja í­ bili en enda á að skora á fólk að mótmæla bensí­nhækkuninni með því­ að nota bí­lana sí­na sem minnst. Bara í­ og úr vinnu og koma við í­ búð á leiðinni heim. Ef það dregur verulega úr bensí­nsölu þá hljóta menn að taka þetta til baka. Mér skilst reyndar að það sé rí­kisstjórnin sem var að hækka þetta en ekki olí­ufélögin en þetta er engu að sí­ður eina aðferðin sem maður hefur til að mótmæla svona löguðu. Lifið heil.