112480174818309975

Sumir bloggarar hafa það fyrir sið að blogga oft á dag. Aðrir blogga daglega eða sjaldnar. Oft vill það verða svoleiðis að fólki finnst það jafnvel þurfa að blogga þó það hafi ekkert að segja bara vegna þess að það er orðið það langt sí­ðan það bloggaði sí­ðast. Sjálfur hef ég fundið fyrir þessu en hef ákveðið að ef eina ástæðan fyrir bloggfærslu er sú að mér finnst of langt sí­ðan sí­ðast þá er betra að sleppa henni.
í sí­ðustu viku voru starfsdagar og námskeið. í upphafi var þetta mjög skemmtilegt og fí­nt en það var full mikið að sitja námskeið frá 8 – 16 á föstudeginum, sí­ðasta vinnudegi fyrir skólasetningu. Þá samdi ég ví­su:

í fyrstu var hér fræðsla og stuð
og fjörug samtöl í­ ýmsum skotum,
en núna þykir mér þaulsetan puð
og þolinmæðin á þrotum.