112758069632393974

Fimm staðreyndir um mig:

1. í fyrsta sinn sem ég verslaði áfengi var það í­ Rí­kinu við Lindargötu. Þá var ég rétt tæplega 17 ára gamall, var að vinna í­ reiðhjólaversluninni Erninum og var sendur til að kaupa inn til helgarinnar fyrir allt starfsfólkið (og smá handa mér sjálfum).

2. í menntaskólanum var ég í­ ræðuliðinu og fékk þar viðurnefnið „komminn“ ég held að það beri því­ frekar vitni hve miklir hægrimenn allir hinir voru en það hversu mikill vinstrisinni ég er.

3. Ég hef aldrei haft áhuga á í­þróttum og skil ekki karla sem hanga t.d. yfir enska boltanum allar helgar. í því­ ljósi er það skemmtilegt hve mikill Formula1 áhugamaður ég er orðinn sjálfur.

4. Þegar ég var yngri ætlaði ég mér að verða hinn næsti J.R.R. Tolkien, verða prófessor í­ Norrænum fræðum í­ Oxford og skrifa upp á nýtt fornsögu Norðurlanda.

5. Ég er trúleysingi. Ég geri mér ekki grein fyrir því­ hvenær ég missti trúnna en ég man að fermingarárið mitt fékk ég áví­tun fyrir að mæta aldrei í­ kirkjuna. Mætti því­ einu sinni og ofbauð trúarofstækið (í­ vanalegri messu hjá Þjóðkirkjunni) og fór aldrei aftur. Ég sannfærði sjálfan mig um að ég væri Deisti til að geta fermst en áttaði mig á því­ daginn eftir athöfnina að það var sjálfsblekking. Upp frá þeim degi hef ég verið staðfastur trúleysingi. í dag sé ég mikið eftir að hafa fermst og finnst ósiðlegt að þvinga 13 ára börn til að taka þessa ákvörðun.

í framhaldi af þessu ætla ég að „klukka“ mömmu, Helgu hina, tengdó og Salman.