„Þú ert það sem aðrir telja að þú sért“ hljómar einhver speki og líklega er margt til í því. A.m.k. hlýtur fólk að hafa einhverja ástæðu fyrir því áliti sem það hefur á manni. Ég rakst á þessar spurningar hjá ísgeiri Páli (tengill til hliðar):
1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Finnst þér ég áhugaverður einstaklingur?
5. Myndirðu þola að hlusta á mig tala í einn sólarhring samfleytt?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Munt þú setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
Þar var fólk beðið um að svara spurningunum í kommentakerfið. Það finnst mér sjálflægt í meira lagi en átta mig jafnframt á því að fáir eru sjálflægari en ég. Ég er því að hugsa um að varpa sömu beiðni fram. Endilega svarið spurningunum í kommentakerfið.