113889055678126023

„Þú ert það sem aðrir telja að þú sért“ hljómar einhver speki og lí­klega er margt til í­ því­. A.m.k. hlýtur fólk að hafa einhverja ástæðu fyrir því­ áliti sem það hefur á manni. Ég rakst á þessar spurningar hjá ísgeiri Páli (tengill til hliðar):
1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Finnst þér ég áhugaverður einstaklingur?
5. Myndirðu þola að hlusta á mig tala í­ einn sólarhring samfleytt?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í­ einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig sí­ðast?
14. Hefur þig einhvern tí­mann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Munt þú setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
Þar var fólk beðið um að svara spurningunum í­ kommentakerfið. Það finnst mér sjálflægt í­ meira lagi en átta mig jafnframt á því­ að fáir eru sjálflægari en ég. Ég er því­ að hugsa um að varpa sömu beiðni fram. Endilega svarið spurningunum í­ kommentakerfið.