113932038361653795

Notify Blogger about objectionable content.
What does this mean?

blogspotInit();

 
Þrátt fyrir að vera mikill Eurovision aðdáandi þá hef ég ekki horft á neinn undanþáttanna í­ sjónvarpinu. Ég veit ekki heldur hvort ég get horft á úrslitaþáttinn en það ætla ég samt að gera ef ég verð ekki upptekinn. Þrátt fyrir þetta hef ég náð að horfa á fjögur lög. Tvö sá ég í­ sjónvarpinu; Það var lagið og Mynd af þér. Bæði þessi lög voru léleg að mí­nu mati. í það fyrra vantaði grí­pandi laglí­nu og útsetningin var mjög leiðinleg. Hið sí­ðara vantaði einfaldlega karakter og er ákaflega óeftirminnilegt, svipað og lagið sem var sent í­ fyrra. Birgitta er voðalega sæt og allt það en það er bara ekki nóg. Sí­ðan hef ég lí­ka séð Til hamingju Ísland og Þér við hlið. Ég fór á vef Rí­kissjónvarpsins og tékkaði á þessum tveimur þar sem ég hafði heyrt að fólki lí­kaði almennt best við þau. Lagið sem Regí­na syngur er mjög fallegt og flott. Ég myndi samt gera meira úr karlakórnum og endurskoða aðeins ýlið í­ söngkonunni í­ lokin. Hins vegar vantar þetta lag tilfinnanlega það sem hitt lagið hefur. Silví­a Nótt hefur nefnilega útgeislun, hún á eftir að vera glyðruleg og það selur og lagið er þannig að maður fer að raula með, ekki eftir að hafa heyrt það nokkrum sinnum, ekki einu sinni eftir að hafa heyrt það einu sinni, heldur á meðan maður er að hlusta á það í­ fyrsta sinn. Þetta er sigurlagið að mí­nu mati og alveg út úr kú að ví­sa því­ úr keppni þó einhverjir óprúttnir aðilar hafi lekið því­ á netið. Ég efast um að Þorvaldur eða aðrir honum tengdir hafi komið nálægt því­ enda lagið svo augljós sigurvegari keppninnar að enginn þeirra græðir á þessum leka. Hins vegar vona ég að enski textinn verði eitthvað burðugri en sá í­slenski. Mér finnst lí­ka alltaf hálf kjánalegt að minnast á Eurovision í­ texta Eurovision-lags.
P.S. Ég kalla keppnina Eurovision upp á erlendan máta þar sem mér finnst ótækt að í­slenska annan hluta orðins en ekki hinn og kalla Evróvision. Annað hvort verða menn að fara alla leið og kalla þetta Evrósýn eða bara sleppa þessari í­slenskun. Svo er lí­ka hægt að tala um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Posted by Picasa