113986012590754656

Þá er prófkjörinu í­ Reykjaví­k lokið og ég hef ekkert bloggað um það. Sem betur fer bý ég ekki í­ Reykjaví­k því­ ég hefði ekki getað ákveðið hvort þeirra Dags eða Steinunnar ég ætti að setja í­ fyrsta sætið en Stefán Jón hefði ég pottþétt strikað út. ínægjuleg niðurstaða að hann sé neðstur af þeim þremur.
Ég var með Degi í­ menntaskóla og veit að hann er duglegur, heiðarlegur og ábyrgur. Hans akkilesarhæll er kannski að framkvæma of fljótt. Ég man að þegar ég var forseti Framtí­ðarinnar og hann Inspector Scholae ákvað hann að halda upp á 145 ára afmæli MR (don’t ask me why) og skipulagði heljarinnar veislu og gaf út hátí­ðarblað án þess að láta okkur í­ Framtí­ðinni einu sinni vita. Hátí­ð og blað um MR er nú eiginlega vita tilgangslaust ef Framtí­ðin er ekki í­ því­.
Steinunn var sí­ðust í­ könnunum lengi vel en vann á þegar leið að prófkjörinu. Ég leyfi mér að halda að það sé vegna þess að hún lagði áherslur á það sem hún hefur gert sem borgarstjóri og stefnumál í­ framtí­ðinni. Það a.m.k. olli því­ að ég hefði ekki getað gert upp á milli þeirra.
Slæmu fréttirnar finnast mér eiginlega hvað Sigrún Elsa Smáradóttir kemur illa út en mér finnst hún hafa staðið sig feiknavel upp á sí­ðkastið.
Annars sýnist mér listinn sigurstranglegur en hlutfallið á milli kynjanna er e.t.v. svolí­ðið skakkt. Tveir karlar og fjórar konur í­ sex efstu sætunum. Ef Dofri og Stefán Jóhann komast inn þá er hlutfallið jafnt og Samfylkingin komin í­ meirihluta en það gerist nú lí­klega bara í­ blautustu draumum Samfylkinga þessa dagana.