@import url(http://www.blogger.com/css/navbar/main.css);
@import url(http://www.blogger.com/css/navbar/1.css);
div.b-mobile {display:none;}
Kosningarnar í Háskólanum voru undarlegar. Þegar ég var í Háskólanum ’92 – ’95 þá var Röskva við völd og ekki fyrirsjáanlegt annað en hún yrði það áfram enda eru konur nú í meirihluta háskólanema og allar kannanir benda til að þær séu frekar vinstrisinnaðar en karlar. Það væri eflaust hægt að gera félagsfræðilega rannsókn á þessari hægrisveiflu í Háskólanum því hún er illskiljanleg. Það er t.d. hægristjórn við völd í landinu sem hefur haldið skólanum í fjársvelti og haldið á lofti hugmyndum um einkarekna háskóla og nú spretta upp gervi-einkaskólar sem keppa við Hí án þess að sinna rannsóknum svo neinu nemi. Samt sem áður eru Háskólastúdentar til hægri meðan hægristjórn grefur undan skólanum þeirra.
Háskólalistinn berst svo fyrir því að kosið sé um einstaklinga í Stúdentaráð eins og tíðkast í öðrum stéttarfélögum (er SHí stéttarfélag?) og vissulega sýnist það við fyrstu skoðun góð hugmynd. Þó þyrfti að kjósa formanninn sér ef slíkt fyrirkomulag yrði tekið upp. Hins vegar eru helstu rökin fyrir þessu að óeðlilegt sé að u.þ.b. helmingur Stúdentaráðs sé óvirkur meðan meirihlutinn ráði öllu. Listakosningar þurfa hins vegar ekki að þýða það. Þær þýða einfaldlega að meirihlutinn á formenn nefnda og meirihluta fulltrúa í þeim. Ég var í fulltrúi minnihlutans í Snæfellsbæ í menningarnefnd og ég varð ekki var við að ég væri óvirkur eða tæki ekki jafnan þátt í skipulagi og slíku og Sjálfstæðisfólkið. Ég býst við að flest mál sem Stúdentaráð starfar að séu þess eðlis að allir fulltrúar í nefndum ættu að geta verið virkir. Meirihlutinn ræður hins vegar stefnumótun og er ábyrgur fyrir niðurstöðunum. Einstaklingskosningar gætu þýtt að þessi stefna væri óskýr og jafnvel enginn stefna þar sem hver stjórnarmaður hefði sína eigin málefnaskrá.
Annars veit ég ekki. Ég er ekki í Háskólanum núna en ég hefði samt pottþétt kosið Röskvu ef ég hefði verið það. Þó ekki væri út á annað en ístrík og Steinrík. Notar Röskva þá félaga annars ennþá?