114236886018038859

Athafnasemin hefur verið yfrið næg sí­ðustu daga. Kardimommubærinn gengur fyrir fullu húsi helgi eftir helgi og í­ þessari viku er von á gagnrýni í­ Morgunblaðinu. Ég vona náttúrulega að eitthvað verði minnst á Pylsugerðarmanninn þó hann sé auðvitað ekki í­ burðarhlutverki.

Ólafur Loftsson, formaður FG, kom í­ heimsókn hingað norður í­ sí­ðustu viku og ég fór með hann í­ skólaheimsóknir í­ Glerárskóla, Valsárskóla, Hafralækjarskóla og Borgarhólsskóla ásamt Helenu varaformanni. Sí­ðan héldum við mjög góðan fund á Húsaví­k um stöðu og stefnu kennarastarfsins. Það voru ekki margir fundarmenn en þeir sem komu gerðu góðan róm að. Nú er ársfundur FG á freysdag og ég því­ á leiðinni suður.

Sem er skemmtileg tilviljun því­ von er á pabba og mömmu í­ bæinn sama dag en þau ætla að vera hér um helgina og sjá mig og Dag í­ Kardimommubænum. Eitthvað tefst að Kári sjái hann því­ hann er að fara suður í­ æfingabúðir í­ Tae kwon Do á freysdaginn og hann kemur ekki heim aftur fyrr en á sunnudeginum.

Það er því­ nóg að gera og þar að auki er ég að setja upp leikrit með leiklistarvalinu í­ skólanum og þar er lí­ka allt á fullu. írshátí­ð framundan með stuttmyndadögum og svona.

BBíB.