McLaren, McSchlaren

Mikið svakalega ollu McLaren-menn miklum vonbrigðum í­ formúlunni áðan. Raikkonen er frábær ökumaður en bí­linn virðist bara ekki vera nógu góður. Maður var búinn að gera sér vonir um betri árangur með nýju vélunum en það brást og Montoya var alveg heillum horfinn. Verst fannst mér þegar hann var búinn að hanga aftan í­ Fisichella og þeim áður en allur hópurinn á undan honum fór inn og kom svo út aftur í­ einum hnappi. Montoya ók fjóra til fimm hringi áður en hann fór inn og hefði átt að ná stuttu hléi og koma út á undan öllum hópnum en nei. Hann (eða McLaren-liðið) klúðraði þessu gersamlega og hann kom út sí­ðastur í­ hópnum á ný. Rosberg var hins vegar flottur en Alonso sætti sig alltof snemma við annað sætið og sýndi að hann skortir karakter í­ að vera alvöru sigurvegari. Ég vona að Raikkonen og Rosberg aki fyrir Renault á næsta ári. Þá er pottþétt með hverjum ég held.