Þá er ég búinn að horfa á leiðinlegasta kappakstur sem ég hef séð. Ég taldi framúrakstrana í Barcelonakappakstrinum og þeir voru 0. Mikið rétt ekki einn einasti ökumaður náði að taka fram úr öðrum ef við skiljum ræsinguna frá. Þeir fáu sem náðu að bæta stöðu sína í keppninni sjálfri gerðu það annað hvort í þjónustuhléi eða vegna þess að ökumaður á undan þeim féll úr leik. McLaren stóð sig frábærlega með því að koma í mark á undan Honda (Ég er hættur að búast við meiru af þeim). Kannski blogga ég um lögin í úrslitakeppni Eurovision á eftir ef ég nenni.