Ég hafði mjög gaman af formúlunni í dag jafnvel þótt Raikkonen skyldi falla úr leik. Sérstaklega fannst mér skemmtilegt að MacLaren náði fleiristigum en Ferrari. Mér lýst líka vel á að það eigi að mynda meirihluta Samfylkingar, Vinstri-grænna og Lista fólksins hér á Akureyri. Ég kaus a.m.k. ekki Samfylkinguna til að halda Kristjáni Þór við völd. Ég held líka að það sé affarasælast fyrir Samfylkinguna á landsvísu að vera í minnihluta með Vinstri-grænum og Framsókn í Reykjavík frekar en að styðja Sjálfstæðisflokkinn til valda þar. Ég veit að það er fullt af hægri-krötum í flokknum sem sjá svoleiðis samstarf í hyllingum,en hvað er hægt að segja? Sumt fólk er bara haldið sjálfseyðingarhvöt. Kjaftasagan hjá Stefáni um að Frjálslyndir séu að fara að hverfa inn í Samfylkinguna er vissulega skemmtileg en hún hljómar samt ákaflega ósennileg í mínum eyrum.