Þessi flutningur virðist ætla að ganga vonum framar. Mér tókst að setja Mikka inn á síðuna, slatta af tenglum og er smám saman aðð læra á þetta kerfi. Mér sýnist það bjóða upp á að hafa myndir með færslum. Ég verð að læra á það næst. Ég er búinn að búa til einn nýjan efnisflokk og framvegis verða færslurnar því væntanlega efnisflokkaðar. Þeir flokkar verða samt bara til smám saman. Ég lenti í vandræðum með athugasemdirnar því ég virðist þurfa að samþykkja þær áður en þær birtast. Ég eyddi þeim hins vegar óvart og vona að enginn erfi það við mig svona meðan ég er að læra á þetta. Eina vandamálið sem ég sé núna er að Search möguleikinn hérna efst til hægri virðist ekki virka. Núna ætla ég að prófa að flokka þetta í annan flokk en almennt. Hins vegar verða allar eldri færslur þar áfram.