107360196412783742

Það er alveg ótrúlegt hvað ég get alltaf verið óheppinn í­ Bónus. Núna hefur það gerst í­trekað (ókei, tvisvar) að akkúrat þegar ég er búinn að setja allar vörurnar mí­nar upp á færibandið þá kemur upp eitthvert vandamál með eitthvað sem manneskjan á undan mér er að kaupa. Varan er ekki í­ tölvunni eða er ómerkt eða strikamerkið virkar ekki eða eitthvað (sem minnir mig á að einu sinni sagði Kári sonur minn mér að hann gæti ekki unnið í­ búð af því­ að hann kynni ekki að lesa strikamerki) sem veldur því­ að það þarf að ná í­ annan starfsmann, fara og finna eitthvað í­ búðinni, reikna á vasareikni, ná í­ lykilinn að kassanum o.s.frv. og á meðan færast allar hinar raðirnar áfram. Hvað á maður að gera? Taka vörurnar af færibandinu, setja þær aftur í­ kerruna og fara aftast í­ röðina á einhvern annan kassa? Svo maður bí­ður og bí­ður og bí­ður og bí­ður. Og bí­ður og bí­ður og bí­ður og bí­ður. Og þá loksins kemur einhver og opnar nýjan kassa og býður þeim sem eru í­ röðinni fyrir aftan mann að koma á þann kassa. Þá náttúrulega tekur maður vörurnar sí­nar, setur þær í­ kerruna og fer aftast í­ nýju röðinu. Og hvað gerist svo þegar maður loksins er kominn með vörurnar aftur upp á færibandið? Nei, það er ekki svo slæmt að einhver varan klikki hjá þeim sem er á undan manni. Nei, sá sem maður var á eftir til að byrja með getur loksins borgað fyrir sitt og fer og maður situr uppi með það að hafa alveg eins getað beðið þar. Það eina sem getur verið verra en að lenda í­ þessu er að vera sá með vöruna sem virkar ekki.

Þá er fyrsta vikan í­ vinnunni að verða búin og á mánudaginn í­ næstu viku eru foreldraviðtöl þannig að krakkarnir byrja veturinn á tveimur fjögurra daga vikum. Gott fyrir þau! Svo var ég spurður í­ morgun hvort ég væri ekki með kennsluáætlunina fyrir dönskuna þennan veturinn og ég sagði bara jú,jú. En það er ekki satt! Hvenær hefði ég átt að gera hana? Á fyrirlestrinum á mánudaginn eða þemafundinum. Kannski á öðrum hvorum af fundunum á þriðjudaginn? Nei, ég ætla bara að grafa upp kennsluáætlun sí­ðasta vors og breyta undirskriftinni! HA HA HA HA!!!!!

Svo rakst ég áðan á blogg nokkurra nemenda minna. Þau bera í­slenskukennslu minni því­ miður ekki fagurt vitni. Skrí­tið að þessir krakkar geti skrifað þokkalegan texta í­ skólanum en breytast svo í­ heilalausa, óskrifandi hormónapoka um leið og þeir eru komnir heim til sí­n. Annars á maður ekki að láta svona. Þetta eru ágætis grey. Jæja, bé, bé í­ bé.