107567589216048656

Það hefur nú heldur lí­tið verið að gerast upp á sí­ðkastið. Janúar loksins búinn og febrúar framundan. Núna í­ næstu viku eru þemadagar í­ skólanum svo kennslan verður að bí­ða um sinn. Lí­klega væri best að breyta skólum bara í­ stórar félagsmiðstöðvar og láta kennslu fara fram á einkareknum stofum fyrir þá sem vilja læra og geta. Manni sýnist svona að það sé þróunin í­ þessu í­ dag.

Ég nenni samt eiginlega ekki að röfla yfir því­ né öðru. Kannski helst yfirnáttúrulega heimskulegum kynningum og dagskrárgerðarfólki á fjölmiðlum. Hvað er þetta eiginlega með þetta Lottófólk? Er það ráðningarkrafa að fólkið sé fyrir neðan 70 í­ greindarví­sitölu eða hvað? A.m.k. virðast kynningarnar og húmorinn benda til þess! Spurninginn í­ lok Íslands í­ dag er lí­ka svona dæmi sem er fyrir neðan allar hellur. Mér finnst það oft á tí­ðum beinlí­nis móðgun við áhorfendur að setja svona lagað í­ loftið. Dagskrárgerðarmenn á Bylgjunni eru svo sér kapí­tuli út af fyrir sig. Ég verð alltaf að draga niður í­ útvarpinu þegar þessi menni byrja að tala (menni er ekki ritvilla, ég er ekki viss um að þau verðskuldi orðið menn). Þetta er reyndar mun skárra á Rás 2 en tónlistin þar er bara svo skelfileg. Það eru takmörk fyrir því­ hvað maður getur hlustað á mikið af finnsku tilraunafönki eða álí­ka! Er ekki hægt að fá fólk með heila til að tala saman og kynna heilalausa tónlist? Nei, lí­klega er það til of mikils mælst. -ANDVARP-