Við Miðjarðarhafið er gömul og virt matarmenning. Þar hafa menn bæði stundað saltfisks- og pizzaát í gegnum aldirnar. Það var samt ekki fyrr en í ár á Dalvík að mönnum datt í hug að blanda þessu tvennu saman. Skyldi vera sama ástæðan fyrir því og því að menn hafa ekki bakað saltfisksvöfflur, hvorki fyrr né síðar, nema á Dalvík um árið?