Það eina sem ég á eftir að gera í vinnunni áður en ég fer í sumarfrí er að taka aðeins til í prófageymslunni. Ég áttaði mig ekki á því þegar ég byrjaði hvernig væri best að flokka þetta í kassa og þ.a.l. er síðasta ár allt í belg og biðu þarna inni. Tek mér nokkra daga í að flokka þetta og raða í kassa ef ske kynni að einhver færi fram á það að fá að sjá gamalt próf. Það hefur reyndar gerst tvisvar frá því ég byrjaði og í bæði skipti tókst mér að finna viðkomandi próf en fylltist ákveðnum kvíða yfir að þurfa að fara þarna inn og leita í bunkunum.