108345505414744016

Þá er Eurovision þáttur tvö búinn og eiginlega var hann mun betri en sá fyrsti. Hér er það sem mér fannst um lögin:

1. Litháen What happened to your love? Hvað er eiginlega á seyði hérna. Finnski gaurinn kallaði þetta Eystrasaltspopp og mér finnst það svolí­tið gott hugtak hjá honum. Verst að þrátt fyrir ömurleikann þá var þetta ögn Catchy. Svipar svolí­tið til svissneska lagsins með það.
2. Albaní­a The image of you Þetta var alveg dásamlegt. Ung og sæt stelpa að syngja og dansararnir á bakvið alveg hreint frábærir. Gulla sagði að þetta minnti svolí­tið á Prjónó að fí­flast á sviðinu á félagsheimilinu á Hvammstanga. Engu að sí­ður æðislega einlægt og kraftmikið. Að fí­la þetta ekki er svolí­tið eins og að sparka í­ kettling.
3. Kýpur Stronger every minute Það var allt fallegt við þetta lag. Falleg stelpa, fallegt lag, fallegur hljóðfæraleikur. Því­ miður ekkert spes í­ gangi en minnti samt svolí­tið á sum af sigurlögunum frá írlandi á 10. áratugnum. Ætti að geta gengið vel.
4. Makedóní­a Life is Ég veit ekki hvað það var en af einhverjum ástæðum minnti þetta lag mig á Herbert Guðmundsson. í textanum kemur lí­ka fram sterk forlagatrú svo þetta ætti að höfða til mí­n en gerir það samt ekki. Náði bara ekki laglí­nunni í­ þessu. Jakkinn fær samt stig frá mér.
5. Slóvení­a Stay forever Þetta var nú bara frábært. Þeir ættu samt að losa sig við kallinn og láta gelluna bara syngja þetta eina í­ keppninni. Kjólinn var alveg stórkostlegur svona gylltur með vængi og viftan í­ gangi allan tí­mann til að lí­ma hann við hana. Sniðugt að bakraddirnar fengu bara að vera í­ einhverjum svörtum buxum og peysum til að skyggja örugglega ekki á aðalgelluna. Lagið svo svona seventies ballaða í­ anda Brotherhood of Man.
6. Eistland Tii Skemmtilega skrýtið og áhugavert lag. Það er eins og Eistarnir hafi eitthvert tak á Eurovison sem Finnana gjörsamlega vantar. Sá finnski kallaði svona tónlist „Etnó“ og það er svolí­tið skemmtilega að orði komist. Mér fannst þetta bara stórskemmtilegt og trommarinn var æðislegur.
7. Króatí­a You are the only one Stjörnuljósin á sviðinu eru eiginlega eini ljósi punkturinn við þetta. Ég fer alltaf að vorkenna ræstingarfólkinu þegar ég sé svona mikið af bréfi hrynja yfir sviðið. Einhver verður jú að þrí­fa þetta.
8. Danmörk Shame on you Það kæmi mér ekki á óvart þó Danirnir ynnu þetta í­ ár. Þetta lag er tilvonandi Eurovision klassí­k. Samt finnast mér dönsku lögin alltaf skemmtilegri á frummálinu og ég hafði heyrt „Sig det er lögn“ og það er mun skemmtilegra á dönskunni.
9. Júgóslaví­a Lane moje Júgóslaví­a á ví­st að heita Serbí­a og Svartfjallaland í­ dag en mér finnst það asnalegt og neita að taka þátt í­ því­. Lagið er svona fallegt etnó og mér sýndist ég sjá Björk bregða fyrir en svo var þetta bara einhver önnur dökkhærð ung stúlka með svan. Þessi svanur var svo að birtast þarna af og til allt lagið í­ faðmi mismunandi kvenna. íttaði mig ekki alveg á því­ hvað það átti að þýða. Mér finnst svona þjóðlegt alltaf skemmtilegt en þetta lag var alls ekki nógu gott.
10. Bosní­a-Herzegóví­na In the Disco Frábært diskó í­ gangi hér og ví­deóið alveg frábært. Sá norski sagðist hafa verið svona go-go gutti þegar hann var lí­till: Jeg var nu en go-go gutte i min yngre alder! (Þetta er brjálæðislega fyndið ef það er lesið með norskum hreim!)
11. Holland Without you Sætir strákar með sætt lag. Alveg ókei. Svolí­tið svona tveggja manna boyband samt. Gæti samt alveg gengið.

Hvaða lög komast þá áfram? Albaní­a, Kýpur, Slóvení­a, Eistland, Danmörk og Holland?
Það eru sex lönd plús þessi fimm sem ég valdi sí­ðast. Ætli ég verði þá ekki að sleppa Hollandi eða Lettlandi. Ég bara get ekki gert upp á milli þeirra. Lettarnir með svona létt rokk og Hollendingar með sæta boysara. Sleppi þeim bara báðum og segi að Júgóslaví­a fái að fara áfram út á svaninn.