113795549238602346

Samkvæmt skoðanakönnun sem sagt er frá í­ Fréttablaðinu í­ dag fengi Sjálfstæðisflokkurinn 9 borgarfulltrúa í­ Reykjaví­k, Samfylkingin 5 og Vinstri-grænir 1. Aðrir fengju engann. Þarna er gamla glundroðakenning í­haldsins lí­klega að koma í­ ljós. Það er samt ekki óhugsandi að Samfylking og Vinstri-grænir bæti einum við sig hvor og nái meirihlutanum. Lí­klegra er þó að þessir flokkar bí­tist um fylgið hvor við annan. Frjálslyndir ná e.t.v. einhverju af Sjálfstæðismönnum og kannski Samfylkingin lí­ka. Lí­klegast þykir mér þó á þessari stundu að Vilhjálmi og co. takist að fella meirihlutan (sem reyndar er fallinn því­ hann felldi sig sjálfur). Bjartsýnismaðurinn ég neitar samt að gefa upp alla von.