106863264249572592

Ég hef verið að kí­kja á þessa helstu netmiðla sem ég skoða, sem eru aðallega Múrinn og Kreml, og sé að þar hefur ekkert nýtt efni bæst við sí­ðan í­ gær. Ég tel nú að svona vefir verði að bæta við efni daglega til að fólk haldi áfram að skoða þá. Svo hef ég lí­ka verið að bæta við linkum hér til hliðar. Ég er orðinn svakalega fær í­ þessu. Farinn að breyta html-inu og allt. Hins vegar þýðir þetta að ég hef í­ sjálfu sér ekki mikið að tala um í­ dag.

Og þó. Mundi allt í­ einu eftir umræðunni frá Samfok um slaka stærðfræðikennslu í­ grunnskólunum og skelfilega máttlaus svör formanns Kennarafélags Reykjaví­kur. Ég var nefnilega á fundi í­ gær og þar var borin upp sú spurning hvort skólinn okkar (já, ég er grunnskólakennari) ætti að taka þátt í­ þemaverkefninu Unglingurinn og landsbyggðin. Þá þyrmdi yfir mig. Grunnskólinn í­ dag er farinn að snúast svo mikið um svona þemaverkefni, dag í­slenskrar tungu, dag stærðfræðinnar, þemadaga, vor- og haustferðir, ræðukeppnir, útivistardaga o.s.frv. það er varla tí­mi fyrir neina kennslu lengur. Þar að auki hafa nemendur í­ dag því­lí­k réttindi að ef þeir eru að skemma kennslu er nánast ómögulegt að losna við þá í­ einhvert varanlegt úrræði. Þannig eru dæmi um nemendur sem hafa eyðilagt kennslu í­ sí­num bekkjum árum saman með hávaða, látum, dónaskap, ofbeldi og ýmsu fleira. Ég þori að fullyrða að það er a.m.k. einn svona í­ hverri meðalstórri bekkjardeild í­ landinu. Og svo eru menn að undrast að börnin læri ekkert í­ skólanum. Er það furða? Spyr ég nú bara.